Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Trausti Hjálmarsson.
Trausti Hjálmarsson.
Fréttir 24. júní 2022

Verkefninu ekki lokið

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

„Það var ánægjulegt að sjá þessa niðurstöðu spretthópsins. Hún skiptir landbúnaðinn miklu máli. Hækkanir síðustu mánuðina eru fordæmalausar og staða bænda er orðin mjög erfið,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Deildar sauðfjárbænda.

Greiðslur til sauðfjárræktarinnar þýða um 120 kr./kg í aukið álag á gæðastýringu á þessu ári. Þess ber að geta að framkvæmdin er ekki útfærð og einingaverðið liggur ekki fyrir. Trausti bendir einnig á boðaða 23% hækkun Sláturfélag Suðurlands á afurðaverði.

Miðað við uppreiknaðar rekstrarniðurstöður ársins 2021 er afkoman þó ekki að batna á milli ára, segir Trausti.

„Við áætlum að breytilegur kostnaður sé að hækka um 40% milli ára, sem gerir 15% hækkun á heildarkostnaði. Í raun er framlegð að lækka á milli ára, þar sem aukinn stuðningur stjórnvalda og boðuð hækkun afurðaverðs nær ekki að vega upp kostnaðarhækkun ársins. Það er ljóst að meira þarf til að afkoma í sauðfjárrækt verði viðunandi og ekki verði hrun í greininni á komandi hausti.“

Verkefninu sé því engan veginn lokið.

„Við munum áfram vinna að því að bæta afkomu bænda. Það er líka mikilvægt að horfa til tillagna hópsins varðandi aðgerðir til framtíðar. Það eru allir sammála um að það sé hægt að ná miklum ávinningi með hagræðingu í afurðageiranum. Í þessari stöðu ber okkur skylda að leita allra leiða til að hagræða innan allrar virðiskeðjunnar frá bónda til neytanda.“

Skylt efni: spretthópurinn

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...