Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Vilja banna sjókvíaeldi
Mynd / Aðsend
Fréttir 12. október 2023

Vilja banna sjókvíaeldi

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Landssamband veiðifélaga hefur fengið nóg og efnir til mótmæla gegn sjókvíaeldi þar sem krafist er að iðnaðinum sé hætt.

Í tilkynningu frá félaginu er greint frá því að á síðastliðnum mánuði hafa 250 norskir kynþroska eldislaxar veiðst í laxveiðiám eftir mengunarslys hjá Artic Fish.

Talið er að fjöldi fiska sem gengið hefur í árnar séu mun fleiri, telji þúsundir og stór hluti þeirra sé kynþroska. Fiskarnir æða því í árnar sem eru margar af þekktustu ám landsins og para sig við villtan lax til að hrygna. Þannig verður til óafturkræf erfðablöndun sem mun að endingu eyða villta laxastofninum verði sjókvíaeldi ekki stöðvað, segir í tilkynningunni.

Laugardaginn 7. október nk. kl. 15.00 á Austurvelli verður efnt til fjöldamótmæla sem er gert í nánu samstarfi við grasrótina og önnur náttúruverndarsamtök og þess krafist að sjókvíaeldi á Íslandi verði bannað.

Gunnar Örn Petersen.

Áhyggjur af erfðablöndun

Gunnar Örn Petersen, framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga, hefur miklar áhyggjur af stöðu mála. „Það er komið að vendipunkti í þessari deilu, þetta er spurning um það hvort villti laxastofninn muni lifa eða deyja. Við höfum miklar áhyggjur af því að erfðablöndun sjókvíaeldisfisks við villta laxastofninn muni eyðileggja stofninn og verða honum að falli.“

Kynþroska eldisfiskur sleppur

Gunnar útskýrir að sjókvíaeldisfiskur sé algjörlega óskyldur villta laxastofninum. „Í sjókvíaeldinu er alinn, genetískt þróaður, norskur stofn sem á ekkert skylt við villta íslenska laxastofninn. Ef fram heldur sem horfir, og fleiri kynþroska eldisfiskar sleppa í árnar, þá mun villti íslenski stofninn blandast eldisfisknum og stofninn eyðast. Villti laxinn er þá að fara að hverfa.“

Gerðar hafa verið mótvægisaðgerðir til að koma í veg fyrir eða seinka kynþroska sjókvíaeldisfiska. Ein aðferðin snýst um ljósastýringar í kvíunum svo fiskarnir nemi ekki breytingu í daglengd en það ræður því hvenær fiskarnir fara í kynþroska. Talið er að ljósastýringu hafi verið ábótavant í sjókvíunum og því hafi fjöldi fiska orðið kynþroska.

Aðspurður segir Gunnar að farið verði fram á að sjókvíaeldi verði bannað. „Við óskum eftir því að þessi starfsemi verði bönnuð, sérstaklega á frjóum laxi. Ef notaður væri ófrjór lax, þá væri staðan ekki eins slæm. Erfðablöndun er þegar hafin í íslenskum ám og umhverfisslysin hrannast upp hjá sjókvíaeldisiðnaðinum. Við óttumst mjög þessa erfðablöndun, að villti laxastofninn sé í hættu sem og öll starfsemi í kringum hann. Hérlendis eru 2.250 lögbýli sem treysta á tekjur af laxveiðiám og í greininni starfa mörg hundruð manns sem veltir um 15 milljörðum á ári.“

Gunnar furðar sig á hversu lítið heyrist í stjórnvöldum og ráða- mönnum. „Afleiðingarnar eru geigvænlegar fyrir villta laxastofninn en einhverra hluta vegna bregðast stjórnvöld ekki við. Nú bíðum við eftir hverjar niðurstöðurnar eru af þessu slysi, en þær koma líklega ekki fram fyrr en löngu seinna,“ segir Gunnar að lokum.

Skylt efni: sjókvíaeldi

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins
Fréttir 13. janúar 2025

Breytingin nær tvöföld losun landbúnaðarins

Skráð losun gróðurhúsa­lofttegunda frá votlendi lækkar um 1,3 milljónir tonna CO...

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins
Fréttir 13. janúar 2025

Bætur enn ógreiddar vegna kuldakastsins

Starfshópur ráðuneytisstjóra forsætis­, fjármála­ og matvæla­ráðuneyta fer yfir ...

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í...

Svínabændur fá frest til aðlögunar
Fréttir 9. janúar 2025

Svínabændur fá frest til aðlögunar

Svínabændum hefur verið gefinn lengri frestur til aðlögunar að tilteknum skilyrð...