Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Framkvæmdanefnd Fjórðungsmóts Austurlands ásamt framkvæmdastjóra mótsins, Magnúsi Benediktssyni, klæddur í fagurgrænan félagsjakka Freyfaxamanna.
Framkvæmdanefnd Fjórðungsmóts Austurlands ásamt framkvæmdastjóra mótsins, Magnúsi Benediktssyni, klæddur í fagurgrænan félagsjakka Freyfaxamanna.
Mynd / Hestamannafélagið Freyfaxi
Fréttir 3. júlí 2023

Vilja fá sem flesta hesta og knapa til leiks

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Fjórðungsmót Austurlands 2023 verður haldið dagana 6.-9. júlí nk. á Egilsstöðum. Hestamannafélagið Freyfaxi stendur að mótinu og verður það haldið á félagssvæði þeirra á Stekkhólma.

Fjórðungsmót Austurlands eru haldin á fjögurra ára fresti og eru þau haldin til skiptis á Hornafirði og á Egilsstöðum. Síðasta Fjórðungsmót Austurlands var haldið árið 2019 á Hornafirði og nú er komið að Freyfaxamönnum að standa að mótinu. Formaður framkvæmdanefndar er Brynja Rut Borgarsdóttir, framkvæmdastjóri mótsins er Magnús Benediktsson og mótsstjóri er Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson.

„Það er allt að verða klárt og við hlökkum mikið til að taka á móti hestum og mönnum hér á Stekkhólma. Stefnt er að því að mótið hefjist á opinni kynbótasýningu, sem er ein af miðsumarssýningum RML, svo tekur við gæðingakeppnin í öllum flokkum. Við munum bjóða upp á 100 metra fljúgandi skeið og þrjá mismunandi flokka í tölti en keppni í þessum greinum er opin öllum. Svo er að sjálfsögðu sýning ræktunarbúa, kvöldvaka á föstudagskvöldi og ball á laugardagskvöldi. Við munum halda hér hefðbundið fjórðungsmót með léttu yfirbragði þar sem gleðin mun ráða för,“ segir Magnús.

Þau hestamannafélög sem staðsett eru austan megin við Tröllaskaga í norðri og austan megin Þjórsár í suðri hafa keppnisrétt í gæðingakeppni mótsins. Það eru eftirtalin félög; Blær, Feykir, Funi, Freyfaxi, Geisli, Geysir, Glófaxi, Grani, Hornfirðingur, Hringur, Kópur, Léttir, Sindri, Snæfaxi, Þjálfi, Þráinn og Glampi.

Úrtöku frestað vegna veðurblíðu

„Við viljum að sem flestir mæti á mótið og eigi möguleika á að taka þátt í keppninni. Við munum bjóða upp á þrjá mismunandi flokka í tölti; tölt T1, tölt T3 fyrir áhugamenn og tölt T3 fyrir keppendur 17 ára og yngri. Ákveðið var að auka þann fjölda keppenda sem hvert félag má senda til leiks í gæðingakeppninni og er sá fjöldi nú orðinn allt að 18 keppendur í hverjum flokki frá hverju félagi.

Það var ákveðið að fara þessa leið því við vitum hvað það getur verið mikil hvatning og haft góð áhrif á unga knapa að taka þátt í stórmóti og við viljum fá sem flesta hesta og knapa til leiks,“ segir Magnús.

Bjarki Þorvaldur Sigurbjartsson er mótsstjóri fjórðungsmótsins í ár. „Við höfum verið að vinna í mótssvæðinu og höfum nú skipt um efni á völlunum, snúrað allt upp á nýtt og bætt við upphitunarhring svo allt ætti að geta gengið sem best fyrir sig þegar mótið hefst. Við áætlum að um 200–300 hross mæti hingað austur á hérað og við hlökkum til að taka á móti þeim. Á undanförnum fjórðungsmótum hefur B-flokkurinn verið fjölmennastur ásamt töltinu en aðrir flokkar minni.

Við ákváðum því að bæta við B-flokki áhugamanna. Okkar markmið er að mótið verði fyrst og síðast skemmtilegt,“ segir Bjarki.

Úrtökur fyrir fjórðungsmótið eru nú þegar hafnar og héldu Freyfaxamenn sína úrtöku laugardaginn 17. júní. Það þurfti þó að fresta úrtökunni um hálfan sólarhring vegna óvenjulegra aðstæðna. „Úrtaka fyrir fjórðungsmótið átti að hefjast snemma á laugardegi en kvöldið áður var ákveðið að fresta mótinu fram eftir degi á laugardegi vegna einstakrar veðurblíðu og mikils hita. Veðrið á sunnudegi var ívið þægilegra, bara 20 gráður og andvari, vonandi getum við boðið mótsgestum upp á slíkt veður þá daga sem fjórðungsmótið fer fram,“ segir Bjarki.

Ferðaþjónustuaðilar úr héraði bakhjarlar mótsins

Verðlaun mótsins verða með óhefðbundnum hætti en mótshaldarar ákváðu að leita eftir stuðningi frá ferðaþjónustuaðilum í héraðinu. „Allir sigurvegarar í öllum greinum mótsins munu fá verðlaun frá ferðaþjónustuaðilum hér úr héraðinu. Þannig mun t.d. sigurvegari A-flokks mögulega fá hótelgistingu hér á Austurlandi sem viðkomandi getur nýtt sér seinna meir. Þannig erum við bæði að reyna að auka vitund fólks hér heima um fjórðungsmótið og hestaíþróttina almennt og vonandi einnig að auka hag ferðaþjónustunnar hér með því að bjóða sigurvegurum að koma aftur seinna, eyða tíma sínum hér með fjölskyldu og vinum og kynnast fegurð Austurlands,“ segir Magnús.

Að lokum bendir Magnús á að upplýsingar um mótið er að finna á Fb.-síðu mótsins, Fjórðungsmót á Austurlandi 2023, og ef einhverjar fyrirspurnir eru til mótshaldara er hægt að senda póst á fm@freyfaxi.is.

Skylt efni: Fjórðungsmót

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...