Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og talsmaður Innviðafélags Vestfjarða, og Gauti Geirsson, stjórnarmaður í Innviðafélagi Vestfjarða og framkvæmdastjóri Háafells ehf.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslags- ráðherra, Þorsteinn Másson, framkvæmdastjóri Bláma, Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis og talsmaður Innviðafélags Vestfjarða, og Gauti Geirsson, stjórnarmaður í Innviðafélagi Vestfjarða og framkvæmdastjóri Háafells ehf.
Mynd / Aðsend
Fréttir 23. september 2024

Vilja flýta innviðauppbyggingu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfjarða að sögn Guðmundar Fertram Sigurjónssonar, stofnanda og forstjóra Kerecis.

Hann er talsmaður nýstofnaðs Innviðafélags Vestfjarða sem ætlar að leggja sitt af mörkum við að flýta uppbyggingu á svæðinu.

Félagið undirritaði á dögunum samstarfssamning við Bláma nýsköpunarfélag um greiningu og ráðgjöf tengda því að flýta uppbyggingu og fjármögnun samgönguinnviða á Vestfjörðum.

Að baki Innviðafélagi Vestfjarða standa kraftmikil fyrirtæki á Vestfjörðum að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Þar kemur fram að velta atvinnulífs á Vestfjörðum hafi þrefaldast á árunum 2016–2023. Haft er eftir Guðmundi Fertram að sóknarhugur sé í Vestfirðingum.

„Efnahagsævintýri Vestfjarða er raunverulegt og sá vöxtur nýtist þjóðarbúinu. Hins vegar kallar áframhaldandi verðmætasköpun og vöxtur á stóraukinn kraft í uppbyggingu samgönguinnviða fjórðungsins. Við trúum því að öflugir innviðir séu forsenda sterkra samfélaga. Finna verður leiðir til fjármögnunar samgönguinnviða Vestfjarða og greiða niður háa innviðaskuld fjórðungsins.

Lélegir samgöngu- og orkuinnviðir hamla áframhaldandi verðmætasköpun, vexti og velsæld Vestfjarða. Það kallar á samstarf atvinnulífs, íbúa og hins opinbera.“

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...