Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Mynd / Hrunamannahr.
Fréttir 12. desember 2023

Vilja nýjungar í miðju Flúða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hrunamannahreppur auglýsti nýverið eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp verslun, þjónustu og íbúðabyggð á landi miðsvæðis á Flúðum.

Um er að ræða lóðir við Reynihlíð og Víðihlíð. Gerir núverandi landnotkun svæðisins ráð fyrir verslun og þjónustu við Reynihlíð en þar eru í dag byggingar sem eru víkjandi skv. deiliskipulagi. Samtals fermetrar skipulagðra lóða við báðar götur eru 9.365m2.

Segir í tilkynningu frá Hrunamannahreppi að ríkir möguleikar séu á lóðunum til fjölbreyttrar uppbyggingar en komi fram óskir um að vikið verði frá gildandi aðal- og/eða deiliskipulagi beri lóðarhafa að sjá um þær breytingar sem og að bera allan kostnað við þá vinnu. Frestur til að skila inn hugmyndum var til 13. nóvember sl.

Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, barst eitt tilboð í lóðirnar, frá Torfa G. Ingvasyni, sem hyggur á uppbyggingu þar sem byggt verði á samspili gróðurhúsa og ferðatengdrar þjónustu. „Við erum að vonast til að geta náð fundi með sveitarstjórnarmönnum og Torfa í fyrstu vikunni í desember en sveitarstjórn er afar ánægð með þær hugmyndir sem Torfi hefur sett fram um uppbyggingu á svæðinu,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...