Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Óskað var eftir hugmyndum að uppbyggingu verslunar, þjónustu og íbúðabyggðar á Flúðum.
Mynd / Hrunamannahr.
Fréttir 12. desember 2023

Vilja nýjungar í miðju Flúða

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Hrunamannahreppur auglýsti nýverið eftir áhugasömum aðilum til að byggja upp verslun, þjónustu og íbúðabyggð á landi miðsvæðis á Flúðum.

Um er að ræða lóðir við Reynihlíð og Víðihlíð. Gerir núverandi landnotkun svæðisins ráð fyrir verslun og þjónustu við Reynihlíð en þar eru í dag byggingar sem eru víkjandi skv. deiliskipulagi. Samtals fermetrar skipulagðra lóða við báðar götur eru 9.365m2.

Segir í tilkynningu frá Hrunamannahreppi að ríkir möguleikar séu á lóðunum til fjölbreyttrar uppbyggingar en komi fram óskir um að vikið verði frá gildandi aðal- og/eða deiliskipulagi beri lóðarhafa að sjá um þær breytingar sem og að bera allan kostnað við þá vinnu. Frestur til að skila inn hugmyndum var til 13. nóvember sl.

Að sögn Aldísar Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps, barst eitt tilboð í lóðirnar, frá Torfa G. Ingvasyni, sem hyggur á uppbyggingu þar sem byggt verði á samspili gróðurhúsa og ferðatengdrar þjónustu. „Við erum að vonast til að geta náð fundi með sveitarstjórnarmönnum og Torfa í fyrstu vikunni í desember en sveitarstjórn er afar ánægð með þær hugmyndir sem Torfi hefur sett fram um uppbyggingu á svæðinu,“ segir Aldís.

Skylt efni: Flúðir

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...