Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Mynd / smh
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjóns til lengri tíma, vegna áhrifa illviðrisins á dögunum, og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það.

Fyrsta verkefni hópsins verður að koma á fót möguleika á tjónaskráningu og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess.

Viðbragðshópur var áður myndaður, strax í kjölfar illviðrisins, sem skipaður var fulltrúum matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra, og mun matvælaráðherra nú skipa fámennari vinnuhóp.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er tillaga um að fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta og bænda skipi hópinn, auk annarra hagaðila eftir atvikum. Auk þess að leggja mat á tjón er gert ráð fyrir að hópurinn vinni að miðlun upplýsinga til bænda eftir því sem verkefninu vindur fram.

Bændur eru hvattir til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins til að skráning verði sem best.

Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að viðbragðsáætlun þegar áföll sem þessi verða.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir og sektir
Fréttir 1. júlí 2024

Íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir og sektir

Í apríl og maí í ár var úrskurðað um ellefu íþyngjandi stjórnvaldsákvarðanir á s...

Stóraukin eldpiparræktun
Fréttir 1. júlí 2024

Stóraukin eldpiparræktun

Eldpiparræktunin í Heiðmörk í Laugarási hefur verið stóraukin í sumar.

Landsmót hestamanna 2024
Fréttir 28. júní 2024

Landsmót hestamanna 2024

Landsmót hestamanna hefst á mánudag í Víðidal í Reykjavík. Ef frammistaða hrossa...

Samvinna bænda
Fréttir 28. júní 2024

Samvinna bænda

Bændur á starfssvæði Búnaðarsambandsins í Suður-Þingeyjarsýslu sameinuðust um áb...

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að ...

Fjárfestingastuðningur þykir missa marks
Fréttir 27. júní 2024

Fjárfestingastuðningur þykir missa marks

Úthlutun fyrsta fjárfestingastuðnings í kornrækt er gagnrýnd, m.a. fyrir að drei...

Léttur andi á Landsmóti
Fréttir 27. júní 2024

Léttur andi á Landsmóti

Þúsundir manna safnast saman annað hvert ár til að fagna íslenska hestinum á Lan...

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu
Fréttir 27. júní 2024

Íslenska ríkinu stefnt í ullargreiðslumálinu

Þann 11. júní var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur mál gegn íslenska ríkinu veg...