Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Mynd / smh
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjóns til lengri tíma, vegna áhrifa illviðrisins á dögunum, og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það.

Fyrsta verkefni hópsins verður að koma á fót möguleika á tjónaskráningu og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess.

Viðbragðshópur var áður myndaður, strax í kjölfar illviðrisins, sem skipaður var fulltrúum matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra, og mun matvælaráðherra nú skipa fámennari vinnuhóp.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er tillaga um að fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta og bænda skipi hópinn, auk annarra hagaðila eftir atvikum. Auk þess að leggja mat á tjón er gert ráð fyrir að hópurinn vinni að miðlun upplýsinga til bænda eftir því sem verkefninu vindur fram.

Bændur eru hvattir til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins til að skráning verði sem best.

Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að viðbragðsáætlun þegar áföll sem þessi verða.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...