Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Tjón sauðfjárbænda mun ekki koma að fullu fram strax.
Mynd / smh
Fréttir 27. júní 2024

Vinnuhópur vegna áhrifa illviðrisins

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælaráðherra mun á næstu dögum setja á stofn smærri vinnuhóp sem ætlað er að leggja mat á umfang tjóns til lengri tíma, vegna áhrifa illviðrisins á dögunum, og gera tillögur um aðgerðir sem gætu komið til móts við það.

Fyrsta verkefni hópsins verður að koma á fót möguleika á tjónaskráningu og hefur komið til tals að opna gátt á Bændatorginu vegna þess.

Viðbragðshópur var áður myndaður, strax í kjölfar illviðrisins, sem skipaður var fulltrúum matvæla- og innviðaráðuneyta, Bændasamtaka Íslands, Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, Almannavarna og lögregluembættanna á Norðurlandi vestra og eystra, og mun matvælaráðherra nú skipa fámennari vinnuhóp.

Samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu er tillaga um að fulltrúar matvæla- og innviðaráðuneyta og bænda skipi hópinn, auk annarra hagaðila eftir atvikum. Auk þess að leggja mat á tjón er gert ráð fyrir að hópurinn vinni að miðlun upplýsinga til bænda eftir því sem verkefninu vindur fram.

Bændur eru hvattir til að halda vel utan um öll gögn vegna tjóns af völdum veðursins til að skráning verði sem best.

Hópnum verður jafnframt falið að gera tillögu að viðbragðsáætlun þegar áföll sem þessi verða.

Skylt efni: Áhrif illviðris

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...