Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Virkjun sköpunarkraftanna til sjálfbærrar nýtingar auðlinda við matvælaframleiðslu
Mynd / Hacking Norðurland
Fréttir 26. mars 2021

Virkjun sköpunarkraftanna til sjálfbærrar nýtingar auðlinda við matvælaframleiðslu

Höfundur: smh

Dagana 15.–18. apríl fer fram nýsköpunarviðburðurinn Hacking Norður­land, sem er ætlað að virkja skapandi og lausnamiðaða hugsun, styðja við nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra á Norður­landi. Í verkefninu, sem er svokallað lausnamót þar sem frumkvöðlaverkefni keppa sín á milli, er lagt upp með að unnið sé að sjálfbærri nýtingu auðlinda eins og vatns og orku á svæðinu til matvælaframleiðslu.

Markmiðið er einnig að draga fram í sviðsljósið öflugt frumkvöðlastarf á svæðinu og tengja saman frumkvöðla í dreifbýli og þéttbýli á Íslandi. Áður hefur sams konar lausnamót verið haldið á Suðurlandi, Hacking Suðurland, þar sem verkefni um frumuræktun ávaxta bar sigur úr býtum. Stefnan er svo sett á sambærilegt lausnamót í öðrum landshlutum. 

Stafrænt lausnamót 

Hægt er að skrá sig til þátttöku alveg þangað til lausnamótið hefst þann 15. apríl, en það má gera í gegnum vefinn Hugmyndaþorp (eða slóðinni hackinghekla.is) en í gegnum þann vettvang fer lausnamótið líka að mestu fram – meðal annars til að tryggja að allir áhugasamir um allt Norðurland geti tekið þátt.

„Viðburðurinn hefst með opnunar­viðburði og vefstofu þar sem rætt verður um þau tækifæri sem felast í auðlindum svæðisins. Föstudaginn 16. apríl hefst svo lausnamótið sjálft sem stendur í 48 klukkustundir í gegnum Hugmyndaþorp, sem er stafrænn vettvangur til samsköpunar, þróaður af sprotafyrirtækinu Austan mána í samstarfi við Hacking Hekla. Sam­starfs­teymi Hacking Norðurland mun ferðast á milli frumkvöðlasetra á svæðinu meðan á lausnamótinu stendur og geta þátttakendur nærri þeim setrum nýtt sér möguleikann á því að vinna að hugmyndum sínum þar. Útkoman úr lausnamótinu getur verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður eða markaðsherferð. Hacking Norðurland lýkur sunnudaginn 18. apríl með lokaviðburði þar sem dómnefnd velur þrjú bestu verkefnin sem hljóta peningaverðlaun auk aukavinninga,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir, verkefnastjóri og stofnandi Hacking Hekla.

Hvað eigum við að gera við vöggugjöfina?

Um samstarfsverkefni er að ræða eftirfarandi aðila: Hacking Hekla, Eims, Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Samtaka sveitar­félaga á Norðurlandi eystra, Nýsköpunar í Norðri og Nordic Food in Tourism. Verkefnið er styrkt af Íslandsbanka.

Sesselía Barðdal, framkvæmda­stjóri Eims, hvetur áhugasama frumkvöðla til þátttöku. „Matur, orka og vatn eru lykillinn að sjálfbærni og við fengum þessar mögnuðu auðlindir í vöggugjöf hér á Norðurlandi. Hvað svo – hvað ætlum við að gera til að mæta framtíðinni? Við viljum kanna einmitt það á lausnamótinu Hacking Norðurland og hlökkum til að fá sem flesta með okkur í lið yfir helgina,“ segir hún.

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...

Afleysing ekki fáanleg
Fréttir 26. nóvember 2024

Afleysing ekki fáanleg

Axel Páll Einarsson, kúabóndi á Syðri-Gróf í Flóahreppi, þurfti að fara í aðgerð...

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi o...

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar
Fréttir 26. nóvember 2024

Heildargreiðslumark 152 milljón lítrar

Framkvæmdanefnd búvörusamninga leggur til við matvælaráðherra að heildargreiðslu...

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...