Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hér bíður stór skinnasending lestunar í loðskinnauppboðshúsi Kopenhagen Fur, en fyrirtækið er jafnframt með vöruhús í Kína.
Hér bíður stór skinnasending lestunar í loðskinnauppboðshúsi Kopenhagen Fur, en fyrirtækið er jafnframt með vöruhús í Kína.
Fréttir 3. september 2015

Yfir 43 þúsund minkalæður og rúmlega 8 þúsund högnar á 28 búum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hagur loðdýrabænda á Íslandi hefur heldur vænkast á þessu ári eftir mikið verðfall á minkaskinnum á síðasta ári. Við árslok 2014 voru 33 aðilar með aliminka á 28 minkabúum í landinu samkvæmt tölum MAST. 
 
Staðan á skinnamörkuðum hefur farið hægt batnandi, en óvissa ríkir þó enn varðandi stóra skinnakaupendur eins og Rússa og Kínverja. Á þeim 28 loðdýrabúum sem hér eru starfrækt  voru um 44 þúsund paraðar læður samkvæmt upplýsingum frá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og skv. niðurstöðum úr plasmacytósu­rannsóknum. Tveir bændur hættu minkarækt en nokkuð er um að fleiri en einn bóndi séu með dýr á sama búi. 
 
Staða minkaræktunar í landinu er í heild nokkuð góð þótt verðsveiflur á skinnum hafi gert mörgum erfitt fyrir. Mikill árangur hefur náðst í ræktunarstarfi minkabænda í kjölfarið á innflutningi kynbótadýra. Þar hafa íslenskir bændur skipað sér í efstu sæti í gæðum skinna á heimsvísu. Koma þeir þar fast á hæla danskra kollega sinna en mikil og góð samvinna hefur verið á milli þessara frændþjóða í minkaræktinni. Það hefur skilað sér í stærri dýrum og betri feldgæðum.
 
Tvö einangrunarbú fyrir innflutning
 
Í norðvesturumdæmi eru starfrækt tvö einangrunarbú fyrir innflutta minka. Í maí og í desember voru fluttir inn annars vegar 1.140 högnar og hins vegar 1.240 minkar af báðum kynjum frá dönskum ræktunarbúum. Dýrin voru flutt með flugi til Keflavíkur og flutt í einangrunarstöð í Skagafirði. Lögum samkvæmt voru dýrin í einangrun í rúma 6 mánuði og var einangrun aflétt að loknum rannsóknum af fyrri innflutningshópnum í nóvember.
 
Samkvæmt reglugerð um velferð minka skulu bændur láta prófa að minnsta kosti 10% paraðra læða á hverju búi fyrir A-sjúkdómnum plasmacytosis. Allar blóðprufur sem teknar voru á minkabúum landsins á síðasta ári reyndust neikvæðar.
 
Tíðni algengustu sjúkdóma var svipuð og undanfarin ár. Í byrjun október vaknaði grunur á einum bæ í norðvesturumdæmi um tilfelli af B-sjúkdómnum lungnafári sem bakterían Pseudomonas aeruginosa veldur. Ekki náðist að staðfesta bakteríuna og því voru engin staðfest tilfelli af lungnafári á árinu.
Ný reglugerð um aðbúnað og velferð minka tók gildi rétt fyrir árslok 2014. Engar ábendingar bárust Matvælastofnun á árinu sem sneru að aðbúnaði og velferð minka.
 
Ekkert refabú starfrækt
 
Sem fyrr er ekkert refabú starfrækt á landinu, einu refirnir sem haldnir eru innan girðinga, svo vitað sé, er refapar í Húsdýragarðinum í Reykjavík.
 
Eitt stórt kanínubú
 
Tæplega 300 kanínur eru haldnar sem hluti af búfénaði á Íslandi við lok árs 2014. Eitt stórt holdakanínubú er á landinu og nokkuð er um að einstaklingar haldi nokkrar kanínur, ýmist af angóru-, holda- eða feldkyni, sem gæludýr eða til heimanotkunar. Slátrun á holdakanínum hófst á Hvammstanga haustið 2014 og hefur sala afurða gengið vel. 
 

4 myndir:

Skylt efni: minkabú

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...