Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Akurnes
Bóndinn 6. september 2018

Akurnes

Vorið 1937 var nýbýlið Akurnes stofnað í landi Árnaness. 
 
Í Akurnesi var stundaður búskapur að þeirra tíma hætti en auk þess hafa alltaf verið ræktaðar kartöflur til sölu og má því segja að búskapur í Akurnesi hafi alla tíð byggst að miklu leyti á kartöflurækt.
 
Býli:  Akurnes.
 
Staðsett í sveit: Nesjum, Hornafirði. 
 
Ábúendur: Sveinn Rúnar Ragnarsson og Ragnheiður Másdóttir ásamt foreldrum Sveins Rúnars, sem eru Ragnar Jónsson og Ingunn Jónsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjú börn. Björg Sveinsdóttir, 7 ára, Auður Sveinsdóttir, 4 ára og Ragnar Már Sveinsson, 1 árs.
 
Stærð jarðar?  Passleg fyrir okkur.
 
Gerð bús? Sauðfjár- og kartöflurækt.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 440 vetrarfóðraðar kindur, 7 hross og 2 hundar. Pökkum og seljum að jafnaði um 250 tonn af kartöflum á ári.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna er byrjað á því að fara í gjafir og að þeim loknum er farið í kartöfluhúsið, þar sem við ýmist þvoum eða pökkum kartöflum. Það sem eftir af deginum er nýtt til annarra verka fram að seinni gjöfum. 
 
Aðrar árstíðir einkennast af törnum. Að vori er kartöflusáning og sauðburður. Á sumrin er heyskapur og kartöfluupptaka hefst fyrir sumarmarkað.
 
Á haustin tökum við upp kartöflur og setjum í geymslu fyrir veturinn og förum í göngur og fjárrag.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þetta er allt gott hvað með öðru.
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum að það megi gera ýmislegt betur.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef honum verður leyft að þróast í takt við nútímann. 
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það er peningasóun. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Flest ætilegt, sumt útrunnið.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakk og spaghettí með nýuppteknum kartöflum.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það kemur ekki neitt sérstakt upp í hugann. 
En það er alltaf gott þegar árstíðabundin verk ganga vel fyrir sig.

6 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...