Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Árdalur
Bóndinn 21. júní 2023

Árdalur

Við hjónin Jónas Þór og Salbjörg Matthíasdóttir tókum við búinu í Árdal í Kelduhverfi 2014 af foreldrum Salbjargar sem var þá sauðfjár- og skógræktarbú. Við byrjuðum með um 140 vetrarfóðraðar ær og nokkra gæðinga. Með tímanum höfum við fækkað fé en fjölgað okkur sjálf og eigum við í dag 3 börn en erum komin með vetrarfóðraðar kindur niður í 119. Við vorum svo heppin að afurðaverð fór hríðlækkandi um leið og við fórum að búa svo við sáum strax að tekjurnar yrðu ekki nægar ef lömbin yrðu lögð inn til afurðastöðva svo við ákváðum að láta á það reyna að selja allt kjötið sjálf.

Það gekk svona ljómandi vel og því höfum við selt skrokka síðan 2016 en þó alltaf lagt inn einhvern hluta. Í dag erum við með kjötvinnslu, tökum alla dilka heim og erum í óða önn að koma lambakjöti á grillið hjá fólkinu í nágrenninu.

Býli: Árdalur.

Staðsett í sveit: Kelduhverfi.

Ábúendur: Jónas Þór Viðarsson og Salbjörg Matthíasdóttir.

Fjölskyldustærð: Við hjónin, Heiðný, 6 ára, Sigursveinn, 5 ára og Hrafney, 1 árs. Hundarnir Depla og Jara og músafælan Mía.

Stærð jarðar: U.þ.b. 300-400 ha í óskiptu landi.

Gerð bús: Sauðfjárrækt og skógrækt. Fjöldi búfjár: 119 á vetrarfóðrun og 8 hestar.

Hefðbundinn vinnudagur: Þar sem að það er mjög erfitt að gera það að atvinnu einni að vera með 119 kindur að þá erum við bæði útivinnandi og að sjá um kjötvinnslu.

En heilt yfir þá gerum við það sem að dagurinn hefur upp á að bjóða hverju sinni og reynum oftast að gera hlutina saman, það er mjög oft skroppið í reiðtúr yfir björtustu mánuðina.

Leiðinlegustu og skemmtilegustu bústörfin: Skemmtilegustu bústörfin eru að smala, ríða út, vinna kjöt og þegar það er rúningur á bænum. Jónas vill helst ekki þurfa að gera hlutina einn og lokkar því nágrannana í kringum sig með víni og góðum mat og lætur þá helst gera mest. 

Leiðinlegast er þegar að einhver skepna veikist og það er ekkert sérlega ánægjulegt að moka skít.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár: Með svipuðu sniði ef ekkert breytist í stöðu sauðfjárræktar en það er þó óskastaða að allavega annað okkar geti unnið við búið og kjötvinnsluna án þess að þurfa að vinna annars staðar líka.

Hvað er alltaf til í ískápnum: Mjólk, ostur, smjör og gerjaðir humlar í vatni.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu: Lambakjöt hjá hjónum, pylsur hjá eldri börnum og eitthvað geggjað mauk hjá þeirri yngstu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin: Það var þegar eldri dóttirin tók upp á því 3 ára gömul að fara á bak á kindunum. Kindurnar okkar ganga við opið á veturna, er gefið úti flesta daga og sú stutta alveg einstaklega lagin við að gera kindurnar gæfar og dunda innan um þær meðan foreldrarnir voru í gegningum. Svo þegar komið var að því að fara heim og farið út að sækja barnið þá var hún komin á bak einni kindinni. Þetta stundaði hún svo reglulega með misgóðum árangri, er þó orðin of stór í þetta núna en þessu munum við seint gleyma.

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...