Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Bærinn okkar Miðhóp
Bóndinn 3. júlí 2014

Bærinn okkar Miðhóp

Núverandi ábúendur og eigendur að  Miðhópi eru Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Benediktsson sem tóku við búinu af foreldrum Ólafs þeim Elínborgu Ólafsdóttur og Benedikt Axelssyni sem hófu búskap á jörðinni 1963.

Býli:  Miðhóp.

Staðsett í sveit: Nyrsti bær í Víðidal í Húnaþingi vestra.

Ábúendur: Kristín Guðmundsdóttir og Ólafur Benediktsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Börnin eru þrjú, Guðmundur Bjarki 18 ára nemi í VMA og tvíburarnir Elín Marta og Ásgeir Ómar 12 ára. Hundarnir eru tveir (hreinræktaðir blendingar), Snúlla og Tína.

Stærð jarðar? Um 1.600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 500 kindur og 30 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fer eftir árstíma. Nú er heyskapur aðalmálið. Vorverkin að mestu búin. Óli sæðir kýr og Stína útdeilir plöntum til skógarbænda í Húnavatnssýslum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Engin verk eru svo sem leiðinleg en einhver sem eru ágæt þegar þau eru búin.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Fjölga fénu og hugsanlega kaupa eitthvað af nágrannakotunum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þau eru vonandi í réttum farvegi en stofnun RML veikti félagskerfið.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel ef við pössum upp á hreinleikann og sérstöðu hans.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Þar sem kaupmáttur er mikill.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, grænmeti og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt í brúnni sósu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar tekið var fé aftur eftir riðuniðurskurð. Vorum eitt sinn í loðdýraræktinni og höfum alltaf séð pínulítið eftir minknum og snjóaveturinn 1995 gleymist aldrei.

4 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...