Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Háholt
Bóndinn 17. janúar 2019

Háholt

Hjónin Gylfi Sigríðarson og Hrönn Jónsdóttir búa í Háholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Gylfi er frá Steinsholti í Gnúpverja-hreppi og Hrönn frá Lundi í Lundarreykjadal. 

Þau kaupa fé sitt og leigja jörðina haustið 2017 en eigandi jarðarinnar er Margrét Steinþórsdóttir og býr hún einnig á bænum. 

Býli:  Háholt.

Staðsett í sveit: Skeiða- og Gnúpvejahreppi.

Ábúendur: Gylfi Sigríðarson, Hrönn Jónsdóttir og Þórður Gylfason, tveggja mánaða.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auk okkar þriggja eru tveir hundar, þeir Pjakkur og Lubbi, sem og gamli fjárhúskötturinn sem sér um meindýravarnir.

Stærð jarðar?  160 hektarar.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 400 fjár.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það fer allt eftir árstíma. Gylfi vinnur við smíðar á veturna og landbúnaðarverktöku á sumrin. Hrönn vinnur sem verslunarstjóri hjá Fóðurblöndunni á Selfossi og Hellu en er sem stendur í fæðingarorlofi. Þegar við erum bæði að vinna úti fá þá er það oftar þannig að Hrönn gefur í fjárhúsinu fyrir vinnu og Gylfi eftir vinnu og svo förum við saman í stóru verkefnin um helgar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast finnst okkur sauðburður og smalamennskur. Leiðinlegast er eiginlega þegar mann langar að gera alls konar smáverk í fjárhúsunum en hefur ekki tíma og gjafir og allt er gert á hlaupum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Við höfum leigusamning í fjögur ár til viðbótar og sjáum búskapinn með sama sniði þann tíma. Markmið okkar er svo að halda áfram búskap hvar svo sem það verður.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höfum eiginlega bæði ýmsar skoðanir á þeim og á sama tíma ekki skoðun, nema bara þá að félagsmál eru skemmtileg. Það er öllum hollt að taka þátt og mikilvægt bæði einstaklingnum og heildinni að sem flestir taki þátt í félagsstörfum bænda og láti sig málin varða.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við teljum að íslenskur landbúnaður muni halda áfram að þróast og vera öflugur.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að stærstu tækifærin liggi í hreinleika afurðanna okkar og strangra reglugerða um aðbúnað. 

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, mjólk og bjór.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vinsælast hjá okkur hjónum er eiginlega að þrátta um það hvað er gott og hvernig er best að elda það ... en eitt erum við sammála um: grillað lambakjöt. Svo það er alltaf öruggt val.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Sennilega er ekki neitt eitt atvik sem stendur upp úr en við erum búin að fara í gegnum „einn sauðburð“ og það í svakalegri rigninga- og kuldatíð sem gerði allt dálítið erfitt. 

En samt var það mjög skemmtilegur tími og stendur eiginlega upp úr þessu ári í búskap.

4 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...