Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hamrar II
Bóndinn 5. desember 2019

Hamrar II

Auður kaupir jörðina af foreldrum sínum árið 2000 en foreldrar hennar eru Gunnar Jóhannesson frá Hömrum og Kristín Carol Chadwick frá Leeds, Englandi.

Sama ættin hefur búið á Hömrum síðan 1726.

Býli:   Hamrar II í Grímsnesi.

Staðsett í sveit: Keyrt er um Sólheimahring. Hamrar eru austast í hringnum, niður við Hvítá.

Ábúendur: Auður Gunnarsdóttir frá Hömrum og Ingólfur Jónsson frá Miðfelli í Þingvallasveit.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auður og Ingólfur. Börnin eru Gunnar, 14 ára og Hrafnhildur, 10 ára. Fyrir á Ingólfur þrjár uppkomnar dætur, Silju, Rut og Tinnu.

Gæludýrin eru: Kettirnir Lísa, Nala, Matti og Ólífvera.
Hundarnir eru: Birta, Skotta, Kerling, Skvísa og Larfur.

Stærð jarðar?  Hamrar II eru tæpir 200 ha og tún um 55 ha en jörðin liggur að Hömrum I, sem einnig er nýtt af okkur.

Gerð bús? Sauðfjárbú, hross og verktakastarfsemi ýmiss konar.

Fjöldi búfjár og tegundir? 400 vetrarfóðraðar kindur, 30 hross og 17 hænur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Börnin fara í skólann rétt fyrir átta. Eftir það taka við ýmis verk, mismunandi eftir árstíðum. Þessa dagana er rútínan frekar hefðbundin, gegningar, bókhald  og verktakastarfsemin.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf leiðinlegt þegar eitthvað bilar í heyskap, þó er heyskapur rosa skemmtilegur í góðu veðri og allt gengur vel.

Svo er það svo merkilegt að þó maður geti orðið mjög þreyttur (eiginlega sjúklega þreyttur) á sauðburði og í smalamennskum, Þá eru það mjög skemmtilegir tímar líka.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Svipaður. Vonandi meiri kraftur í ræktun, bæði á fé og túnum.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við lítum upp til þeirra sem standa vörð um íslenskan landbúnað. Það er ekki auðvelt verk þessa dagana.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Mjög vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Þetta er viðkvæm spurning.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, feti og rabarbarasulta.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Bjúgur, heimagert kjötfars og ærfille.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við munum ekkert eftir neinu sérstöku. En gjafakerfi í fjárhúsin, eftirlitmyndavélar á sauðburði og dróni við smalamennskur. Allt framfarir sem munar mikið um.

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...