Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kornsá
Bóndinn 16. maí 2019

Kornsá

Á bænum Kornsá búa Harpa Birgisdóttir og Birgir Þór Haraldsson. Þau tóku við búskap af foreldrum Hörpu vorið 2017. 

Býli: Kornsá.

Staðsett í sveit:  Í Vatnsdal, fegurstu og veðursælustu …

Ábúendur: Harpa Birgisdóttir og Birgir Þór Haraldsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum tvö með tvo fjárhunda, Kappa og Lottu.

Stærð jarðar?  650 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 600 kindur og 30 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Það er árstíðabundið eins og gengur og gerist á sauðfjárbúum. Harpa fer til vinnu á Blönduósi en hún starfar sem ráðunautur hjá RML.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ætli okkur finnist ekki skemmtilegast í sauðburði og fjárragi á haustin. Engin sérstök bústörf leiðinleg en alltaf leiðinlegt þegar vélar bila og skepnur veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, vonandi meiri afurðir og betri hross.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við teljum að þeir sem þar starfi standi sig vel og teljum mikilvægt að allir bændur óháð búgreinum standi saman. 

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel.

Hvar teljið þið að helstu tæki-færin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Með því að halda á lofti hreinleika íslenskra búvara og þeirra aðstæðna sem við fram-leiðum við.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Skyr.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambalæri.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við fengum lambhrút undan Ösp 13-326 og Klett frá Borgarfelli fyrir þremur dögum, það var mjög gaman.

5 myndir:

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...