Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Litla-Ármót
Bóndinn 15. ágúst 2019

Litla-Ármót

Ábúendurnir á Litla-Ármóti, þau Ragnar og Hrafnhildur, tóku við búskapnum 1. maí 2013, af foreldrum Hrafnhildar, Baldri I. Sveinssyni og Betzy M. Davidsson. 

Býli:  Litla-Ármót.

Staðsett í sveit:  Hraungerðishrepp í Flóanum.

Ábúendur: Ragnar, Hrafnhildur, Baldur Ragnar og Nikulás Tumi.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 4.

Stærð jarðar?  Tæpir 200 ha.

Gerð bús? Kúabúskapur; það er mjólkur-framleiðsla og kjötframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? 150 nautgripir, 3 hross og einn köttur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir, önnur vinna, mjaltir og önnur vinna. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll verk skemmtileg annaðhvort í upphafi eða í lokin. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Áframhald á kúabúskap.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þakklát fyrir að það séu til bændur sem gefa sig í þetta starf fyrir hópinn.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það er augljóst að upplýsa þarf þjóðina um sveitastörf, mörg tækifæri liggja í upplýsingagjöf til neytenda, umfjöllun í fjölmiðlum sýnir að áhugi er fyrir matvælaframleiðslu. Ef skilningur er á milli neytenda og framleiðenda þá vegnar innlendum landbúnaði vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Líklegast er erfitt að standa í útflutningi þar sem kostnaður við framleidda einingu hér á landi er hár, þar ræður líklegast mestu vextir, launakostnaður almennt og lega landsins.  

Svo er það siðferðislega spurningin varðandi kolefnisfótspor sem í dag verður að taka tillit til.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Við erum það lánsöm að það er til nóg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það er heimaræktað nautakjöt. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Erfitt að nefna eitthvað eitt. Það sem situr þó eftir er þegar yngri kynslóðinni hefur tekist að leysa krefjandi verkefni við bústörfin.

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...