Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Litla-Ármót
Bóndinn 15. ágúst 2019

Litla-Ármót

Ábúendurnir á Litla-Ármóti, þau Ragnar og Hrafnhildur, tóku við búskapnum 1. maí 2013, af foreldrum Hrafnhildar, Baldri I. Sveinssyni og Betzy M. Davidsson. 

Býli:  Litla-Ármót.

Staðsett í sveit:  Hraungerðishrepp í Flóanum.

Ábúendur: Ragnar, Hrafnhildur, Baldur Ragnar og Nikulás Tumi.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): 4.

Stærð jarðar?  Tæpir 200 ha.

Gerð bús? Kúabúskapur; það er mjólkur-framleiðsla og kjötframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir? 150 nautgripir, 3 hross og einn köttur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Mjaltir, önnur vinna, mjaltir og önnur vinna. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Öll verk skemmtileg annaðhvort í upphafi eða í lokin. 

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Áframhald á kúabúskap.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þakklát fyrir að það séu til bændur sem gefa sig í þetta starf fyrir hópinn.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Það er augljóst að upplýsa þarf þjóðina um sveitastörf, mörg tækifæri liggja í upplýsingagjöf til neytenda, umfjöllun í fjölmiðlum sýnir að áhugi er fyrir matvælaframleiðslu. Ef skilningur er á milli neytenda og framleiðenda þá vegnar innlendum landbúnaði vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Líklegast er erfitt að standa í útflutningi þar sem kostnaður við framleidda einingu hér á landi er hár, þar ræður líklegast mestu vextir, launakostnaður almennt og lega landsins.  

Svo er það siðferðislega spurningin varðandi kolefnisfótspor sem í dag verður að taka tillit til.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Við erum það lánsöm að það er til nóg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Það er heimaræktað nautakjöt. 

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Erfitt að nefna eitthvað eitt. Það sem situr þó eftir er þegar yngri kynslóðinni hefur tekist að leysa krefjandi verkefni við bústörfin.

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...