Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Litlu-Reykir
Bóndinn 12. september 2019

Litlu-Reykir

Hjónin Þorvaldur og Ragnheiður tóku við Litlu-Reykjum af foreldrum Þorvaldar, þeim Þórarni og Sigríði, árið 1984. Ragnheiður lést svo árið 2014. Árið 1986 var byggt 24 bása fjós með mjaltagryfju, árið 2004 var því fjósi breytt í lausagöngu.

Árið 2016 var byggt nýtt lausagöngufjós með 72 básum og mjaltaþjónninn kom til sögunnar sumarið 2017.

Býli: Litlu-Reykir.

Staðsett í sveit:  Flóahreppur.

Ábúendur: Þorvaldur Þórarinsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Þorvaldur. Á sama hlaði býr Sigríður, mamma Þorvaldar, og Unnur, dóttir hans, ásamt manni og 2 börnum. Þorvaldur á 3 dætur að auki og barnabörnin eru 6.

Stærð jarðar?  220 ha, þar af 80 ha ræktað land

Gerð bús? Blandað bú.

Fjöldi búfjár og tegundir? 150 nautgripir, þar af 55 mjólkurkýr. 115 vetrarfóðraðar kindur og 30 hross.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Byrjar og endar á fjósverkum. Annað mjög árstíðabundið, kindurnar eiga vorið (ásamt jarðvinnu) og nokkra haustdaga, annars snýst þetta mest um nautgripina.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Vorverkin eru skemmtilegust. Leiðinlegast er að gefa kálfum úr pela.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri kvóti en annars með svipuðu sniði.

Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þeir standa sig vel sem nenna að standa í því.

Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef íslenskar afurðir verða vel merktar fyrir neytendur er framtíðin björt.

Merkilegt hvað það getur verið erfitt að finna út hvers lenskar landbúnaðarafurðirnar eru, sem eru í boði í verslunum.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Bæði í lambakjöti og mjólkurvörum.

Hvað er alltaf til í ís­skápnum? Mjólk, skyr, rjómi og smjör.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar kýrnar sluppu út eina nóttina í febrúar. Kolniðamyrkur og fljúgandi hálka urðu til þess að mjög erfitt var að ná þeim inn og a.m.k. 10 kýr stórslasaðar. Það var ekki skemmtileg aðkoma.

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...