Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stóra-Ármót
Bóndinn 26. september 2019

Stóra-Ármót

Stóra-Ármót hefur verið í eigu Búnaðarsambands Suðurlands frá því 1979.  Hér hefur verið rekið tilraunabú í nautgriparækt, lengst af í samstarfi við Bændaskólann á Hvanneyri, seinna LbhÍ. 

Búrekstur á Stóra-Ármóti er í höndum bústjóra og hafa Hilda og Höskuldur sinnt því starfi frá því í september 2001.

Býli: Stóra-Ármót. 

Staðsett í sveit:  Flóahreppur.

Ábúendur: Hilda Pálmadóttir og Höskuldur Gunnarsson.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Auk okkar hjóna þá eru það börnin 5;  Helga Margrét,  Hannes, Hólmar, Hallgerður og Hanna Dóra. Tíkarkjáninn Píla og meindýravarnirnar í fjósinu (lesist kettirnir) Ponta, Klói og Steypa.

Stærð jarðar?  650 ha.

Gerð bús? Blandaður búskapur.

Fjöldi búfjár og tegundir? Mjólkur­kýrnar á búinu eru um 50 talsins og kvígur og kálfar í samræmi við það. Sauðfé um 145 hausar á vetrarfóðrum og svo eigum við prívat einhver 10 hross sem aðallega sjá um að hreinsa vegkanta og snyrta í kringum bæinn.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Fyrst og síðast morgna og kvöld eru fjósverkin og svo annað tilfallandi þar á milli.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Flest er skemmtilegt þegar vel gengur, hins vegar er alltaf leiðinlegt að þurfa að farga  skepnum.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og nú er, hugsanlega aukin mjólkur­framleiðsla til að fullnýta aðstöðuna sem er til staðar.

Hvaða skoðun hafið þið á félags­málum bænda? Þakklát þeim sem gefa sig í þá vinnu. Það er ekki alltaf öfundsvert hlutverk og sjaldnast að allir séu sáttir við það sem gert er. 

Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Ef fólk áttar sig á því að við eigum að kaupa það sem framleitt er næst okkur þá vegnar honum vel.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Fyrst og fremst á að einblína á að uppfylla innan­lands­markaðinn.  

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, lýsi og egg.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sitt sýnist hverjum um það. Lambahryggurinn á jólunum ofarlega á blaði hjá flestum, yngri kynslóðin yfirleitt hamingjusöm með heimagerða pitsu og steiktur fiskur í raspi kemur líka sterkur inn.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Fjósbreytingarnar haustið 2017 voru skemmtilegar og gott þegar loksins tókst að hýsa kýrnar það árið. Eftirminnilegra hjá flestum fjölskyldumeðlimum er þó smalabrjálæði húsbóndans og annars sonarins þegar rekið var í fyrsta skipti  inn í ný fjárhús 2015, enda fór fjarri því að blessuð sauðkindin vildi fara þangað sem ætlast var til.

5 myndir:

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...