Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sunnuhlíð
Bóndinn 10. maí 2019

Sunnuhlíð

Árni Bragason er fæddur og uppalinn í Sunnuhlíð. Hann tók við búi foreldra sinna 1982 og Unnur Erla kom inn í búskapinn á síðasta ári. 
 
Býli: Sunnuhlíð.
 
Staðsett í sveit: Í Forsæludal í Vatnsdal í Húnavatnshreppi. 
 
Ábúendur: Árni Bragason og Unnur Erla Björnsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við tvö og hundurinn Spori.
 
Stærð jarðar? Um 200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Um 520 kindur, sjö geitur og 40 til 50 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Það fer eftir árstíma, en yfir veturinn byrjar dagurinn milli klukkan fimm og sex með gjöf í fjárhúsum og hesthúsi. Svo fer Árni í vinnu klukkan sjö á Blönduósi. Unnur sinnir ýmsum störfum á búinu yfir daginn. Svo er kvöldgjöfin gefin í fjárhúsinu þegar Árni kemur heim um klukkan 19.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburður, réttir og heyskapur þegar vel gengur og veðrið leikur við mann. 
Það er nú ekkert neitt leiðinlegt þannig, nema þegar vélarnar bila í miðjum heyskap.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og er í dag, en vonandi með hækkandi afurðaverði.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Bænda­samtökin mættu vera enn öflugri og sýnilegri í sínum málflutningi en í dag.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, ef við náum að halda okkar búfjárkynum hreinum frá sjúkdómum.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Ýmsum mjólkurvörum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ekki hægt að gera upp á milli saltaðs hrossakjöts og lambakótelettu.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar fjárhúsin voru stækkuð og þeim breytt, þannig að eftir breytingarnar var hægt að moka út úr þeim með vél.
Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...