Ég fermdist og fór til Færeyja
Ásta Þorbjörg man eftir gamla ofninum þegar hún var eins árs. Hún vonast til að verða fugla- eða náttúrufræðingur.
Nafn: Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir.
Aldur: 14 ára.
Stjörnumerki: Fiskarnir.
Búseta: Móðir jörð.
Skóli: Finnbogastaðaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mörgæs.
Uppáhaldsmatur: Tortilla.
Uppáhaldshljómsveit: The Wanted eða One Direction.
Uppáhaldskvikmynd: Mr.Poppers penguins eða Shaun of the dead.
Fyrsta minning þín? Ég man í rauninni ekkert eftir neinu þegar ég var barn en ég man eftir gamla ofninum sem við áttum þegar ég var eins árs.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já ég æfi frjálsar og ég var að byrja að æfa á hljóðfæri.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vonandi fugla- eða náttúrufræðingur.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fyrir tveimur árum fórum ég og vinir mínir að renna okkur á sleða niður ísilagða brekku. Ég fór fyrst og ég held ég hafi dáið í 10 sekúndur þegar ég var komin niður. Það voru svo miklar holur og margir stökkpallar í brekkunni að ég fór í arabastökk og vann örugglega heimsmeistaratitil í loftsnúningum. Það fyndna var reyndar að ég meiddi mig ekki neitt.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Tekið til í herberginu mínu.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Já ég fermdist og ég fór með foreldrum mínum til Færeyja.