Skemmtilegast að spila fótbolta
Bjarki Snær er 8 ára nemandi í Kirkjubæjarskóla. Hann æfir fótbolta og blak og ætlar bráðum að fara að læra að spila á trommur. Bjarka Snæ finnst spagettí og hakk besti maturinn.
Nafn: Bjarki Snær Sigurðsson.
Aldur: 8 ára.
Stjörnumerki: Naut
Búseta: Hemra og Túngata 6.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Fótbolti.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Beltisdýr.
Uppáhaldsmatur: Hakk og spagettí.
Uppáhaldshljómsveit: Pollapönk.
Uppáhaldskvikmynd: Þættir um Harry og Heimi.
Fyrsta minning þín? Man ekki.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi fótbolta og krakkablak og byrja að æfa bráðum á trommur.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór út á svell með pabba á snjósleðanum.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að leiðast.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Ég fór á Gullfoss og Geysi.