Landbúnaðarsýningin í Laugardal 1968
Árið 1968 var haldin í Laugardalshöllinni og á útisvæði við hana landbúnaðarsýning. Sýninguna sóttu 94 þúsund manns og var hún langmest sótta sýning landsins til þess tíma. Sýnendur voru um 80 og á sýningunni mátti skoða allt það nýjasta í landbúnaðartækni á þeim tíma auk búfjár og blóma. Kjörorð sýningarinnar voru: Gróður er gulli betri.