Heilgalli frá DROPS Design
Höfundur: DROPS Design
Prjónað DROPS heilt sett með 2 þráðum úr ”Alpaca” með garðaprjóni og hettu.
Stærð: 48/52 - 98/104 cm.
BabyDROPS 25-17
DROPS Design: Mynstur nr z-095-by
Garnflokkur A + A
Stærð: 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Stærð í cm: 48/52 - 56/62 - 68/74 - 80/86 (92 - 98/104)
Efni:
DROPS ALPACA frá Garnstudio
150-200-200-200-200-250-250 gr litur nr 100, natur
250-250-300-300-350-400 gr litur nr 3112, dauf bleikur
DROPS HRINGPRJÓNAR (60 CM) NR 5 – eða sú stærð sem þarf til að 17 l og 34 umf með garðaprjóni með 2 þráðum verði 10 x 10 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR og HRINGPRJÓNAR (60 CM) NR 4 – fyrir stroff
DROPS PERLUTALA MEÐ GATI, NR 521: 5-5-6-6 (6-7) stk
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka á hringprjóna):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
RENDUR:
* 4 cm með garðaprjóni með 2 þráðum natur, 4 cm með garðaprjóni með 1 þræði natur + 1 þráður dauf bleikur, 4 cm með garðaprjóni með 2 þráðum dauf bleikum *, endurtakið frá *-* til loka.
SKÁLM:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna.
Fitjið LAUST upp 38-42-46-50 (54-58) l (metalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjóna nr 4 með 2 þráðum dauf bleikum. Prjónið 1 umf slétt frá röngu, haldið áfram með stroff 2 l sl, 2 l br með 1 kantlykkju á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 4 cm er prjónuð 1 umf slétt frá réttu JAFNFRAMT er fækkað um 6-6-6-8 (8-8) l jafnt yfir = 32-36-40-42 (46-50) l. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5. Prjónið síðan GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan, JAFNFRAMT eru prjónaðar RENDUR – sjá skýringu að ofan.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 6 cm er aukið út um 1 l á hvorri hlið, endurtakið útaukningu í 3.-5.-6.-6. (8.-9.) umf alls 7-7-7-9 (9-10) sinnum = 46-50-54-60 (64-70) l. Þegar stykkið mælist 15-18-21-24 (29-34) cm fellið af 3 l í byrjun á 2 næstu umf = 40-44-48-54 (58-64) l. Geymið stykkið og prjónið aðra skálm alveg eins. Passið uppá að skálmarnar hafi jafn margar rendur.
DRESS:
Setjið báðar skálmarnar á sama hringprjón nr 5 með affellinguna á móti hverri annarri = 80-88-96-108 (116-128) l. Prjónið síðan fram og til baka frá miðju að framan (1. umf = rétta og rendurnar halda áfram þar sem þeim þeim lauk) þannig: Prjónið 6 umf garðaprjón fram og til baka. Í byrjun á 2 næstu umf eru felldar af 3 l = 74-82-90-102 (110-122) l eftir á prjóni. Setjið 1 prjónamerki 17-19-21-24 (26-29) l inn frá hvorri hlið (= 40-44-48-54 (58-64) l á milli prjónamerkja á bakstykki). Prjónið síðan GARÐAPRJÓN og RENDUR. Þegar stykkið mælist 35-42-50-57 (67-75) cm skiptist stykkið við 2 prjónamerkin og fram- og bakstykki eru prjónuð til loka fyrir sig.
BAKSTYKKI:
= 40-44-48-54 (58-64) l. Haldið áfram með garðaprjón og rendur – JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar l í lok hverrar umf á hvorri hlið fyrir ermar: 3 l 2-1-2-3 (1-2) sinnum, 5 l 1-1-1-1 (2-2) sinnum, 7 l 0-1-1-1 (2-2) sinnum og síðan 6-7-7-8 (9-12) l 1 sinni = 74-88-98-112 (130-148) l á prjóni. Þegar stykkið mælist 44-52-61-69 (80-89) cm fellið af miðju 16-16-18-18 (20-20) l af fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Prjónið 2 umf til viðbótar yfir þær 29-36-40-47 (55-64) l á hvorri hlið – fellið LAUST af, stykkið mælist ca 45-53-62-70 (81-90) cm.
VINSTRA FRAMSTYKKI:
= 17-19-21-24 (26-29) l. Haldið áfram með garðaprjón og rendur – JAFNFRAMT eru fitjaðar upp nýjar l í lokk umf frá hlið fyrir ermi eins og á bakstykki = 34-41-46-53 (62-71) l. Þegar stykkið mælist 41-49-58-65 (76-85) cm fellið af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umf frá hálsi þannig: 2 l 2 sinnum í öllum stærðum og síðan 1 l alls 1-1-2-2 (3-3) sinnum = 29-36-40-47 (55-64) l eftir á prjóni fyrir öxl/ermi. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 45-53-62-70 (81-90) cm, fellið LAUST af.
HÆGRA FRAMSTYKKI:
Prjónið eins og vinstra framstykki, nema spegilmynd.
FRÁGANGUR:
Saumið yfirermasauma með lykkjuspori frá réttu.
Saumið saum undir ermum kant í kant yst í lykkjubogann. Saumið saman skálmar innan við 1 kantlykkju og saumið síðan frá opi við miðju fram að opi.
VINSTRI KANTUR AÐ FRAMAN:
Prjónið upp, ca 46-90 l, frá réttu innan við 1 kantlykkju, meðfram vinstra framstykki á hringprjóna nr 4 með 2 þráðum með dauf bleikum. Prjónið 1 umf br frá röngu JAFNFRAMT er aukið jafnt út til 64-72-88-96 (108-116) l. Næsta umf er prjónuð frá réttu þannig (þ.e.a.s. frá hálsi og niður) 1 kantlykkja með garðaprjóni, * 2 l sl, 2 l br *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir og endið á 2 l sl og 1 kantlykkju með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3½-4 cm (stillið af eftir opi neðst niðri) og fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br.
HÆGRI KANTUR AÐ FRAMAN:
Prjónið eins og vinstri kantur, en eftir 1½ cm fellið af fyrir 5-5-6-6 (6-7) hnappagötum jafnt yfir. 1 hnappagat = prjónið 2 l slétt saman og sláið uppá prjóninn (fallegast er að prjóna 2 l br saman í einingu sem er brugðin). Efsta hnappagatið á að vera að hámarki 1 cm frá kanti á hálsi og neðsta ca 2-3 cm frá opi. Saumið tölur í á vinstri kant að framan. Saumið niður kant að framan með hægri yfir vinstri neðst niðri í opi.
HETTA:
Prjónið upp ca 50 til 60 l, í kringum hálsmál frá réttu, á hringprjóna nr 5 með 2 þráðum af dauf bleikum (prjónið einnig upp yfir kant að framan). Prjónið síðan garðaprjón – JAFNFRAMT í 2. umf (= frá réttu) er aukið út jafnt yfir til 72-76-80-84 (88-92) l. (Ef þið viljið ekki hafa hettu þá er fellt af eftir 4 umf garðaprjón). Þegar hettan mælist 19-21-23-25 (27-28) cm fellið af. Leggið hettuna saman tvöfalda og saumið hana saman að ofan með lykkjuspori.
STROFF:
Prjónið upp 32-32-36-36 (40-40) l, frá réttu á sokkaprjóna 4 með 2 þræði af dauf bleikum neðst niðri á annarri erminni. Prjónið = 2 l sl, 2 l br þar til stroffið mælist 4 cm, fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. Prjónið alveg eins neðst niðri á hinni erminni.