Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Höfundur: Handverkskúnst

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einstaklega létt og lipurt. Drops Sky er á 30% afslætti í Handverkskúnst, www.garn.is, til og með 31. desember 2021.

DROPS Design: Mynstur sk-126

Stærð: 106 cm á breidd og 143 cm á lengd.

Garn: Drops Sky (fæst hjá Handverkskúnst)
- 300 g litur nr 01, hvítur
- 150 g litur nr 03, ljós beige
- 150 g litur nr 18, daufbleikur
- 150 g litur nr 19, múrsteinn

Heklunál: 3,5 mm

Heklfesta: 20 stuðlar = 10 cm.

Rendur: Heklaðar eru 2 mynstureiningar með hverjum lit. Litaröðin í teppinu á myndinni er þannig: hvítur, ljós beige, hvítur, múrsteinn, daufbleikur, hvítur, ljós beige, hvítur, múrsteinn, daufbleikur, hvítur.

Uppskriftin: Heklið 228 loftlykkjur (þar meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með), passið að hafa góðan slaka á þessum loftlykkjum. Heklið síðan eftir mynsturteikningum A.1, A.2 og A.3 þannig: Snúið við, heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (þessar 3 lykkjur sem sleppt er teljast EKKI sem stuðull), heklið 1 stuðul í næstu 10 loftlykkjur (= A.1), *heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í næstu 13 loftlykkjur, sleppið 3 loftlykkjum, heklið 1 stuðul í næstu 13 loftlykkjur (= A.2) *, heklið frá *-* alls 7 sinnum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í síðustu 11 loftlykkjur (= A.3).

Haldið áfram að hekla eftir mynsturteikningum A.1 til A.3. Þegar heklaðar hafa verið 2 mynstureiningar af A.1 til A.3 á hæðina (=12 umferðir) er skipt um lit. Haldið áfram með A.1 til A.3 og rendur þar til allar rendurnar hafa verið heklaðar og teppið mælist ca 143 cm á hæðina.

Klippið þráðinn og gangið frá endum.

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.