Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Heklað sikk sakk-teppi
Hannyrðahornið 2. nóvember 2021

Heklað sikk sakk-teppi

Höfundur: Handverkskúnst

Heklað sikk sakk teppi úr Drops Sky. Garnið er ekki bara mjúkt heldur líka einstaklega létt og lipurt. Drops Sky er á 30% afslætti í Handverkskúnst, www.garn.is, til og með 31. desember 2021.

DROPS Design: Mynstur sk-126

Stærð: 106 cm á breidd og 143 cm á lengd.

Garn: Drops Sky (fæst hjá Handverkskúnst)
- 300 g litur nr 01, hvítur
- 150 g litur nr 03, ljós beige
- 150 g litur nr 18, daufbleikur
- 150 g litur nr 19, múrsteinn

Heklunál: 3,5 mm

Heklfesta: 20 stuðlar = 10 cm.

Rendur: Heklaðar eru 2 mynstureiningar með hverjum lit. Litaröðin í teppinu á myndinni er þannig: hvítur, ljós beige, hvítur, múrsteinn, daufbleikur, hvítur, ljós beige, hvítur, múrsteinn, daufbleikur, hvítur.

Uppskriftin: Heklið 228 loftlykkjur (þar meðtaldar 3 loftlykkjur til að snúa við með), passið að hafa góðan slaka á þessum loftlykkjum. Heklið síðan eftir mynsturteikningum A.1, A.2 og A.3 þannig: Snúið við, heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni (þessar 3 lykkjur sem sleppt er teljast EKKI sem stuðull), heklið 1 stuðul í næstu 10 loftlykkjur (= A.1), *heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í næstu 13 loftlykkjur, sleppið 3 loftlykkjum, heklið 1 stuðul í næstu 13 loftlykkjur (= A.2) *, heklið frá *-* alls 7 sinnum, heklið 3 loftlykkjur, heklið 1 stuðul í síðustu 11 loftlykkjur (= A.3).

Haldið áfram að hekla eftir mynsturteikningum A.1 til A.3. Þegar heklaðar hafa verið 2 mynstureiningar af A.1 til A.3 á hæðina (=12 umferðir) er skipt um lit. Haldið áfram með A.1 til A.3 og rendur þar til allar rendurnar hafa verið heklaðar og teppið mælist ca 143 cm á hæðina.

Klippið þráðinn og gangið frá endum.

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL