Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Krúttlegar stuttbuxur
Hannyrðahornið 8. júní 2018

Krúttlegar stuttbuxur

Fallegar stuttbuxur á börnin fyrir sumarið. Peysu við buxurnar má finna á garnstudio.com. 
 
Stærð:  (0) 0/1 - 1/3 - 6/9 - 12/18 mán (2 - 3/4) ára
Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm: 
(40/44) 48/52 - 56/62 - 68/74 - 80/86 (92 - 98/104) .
 
Garn: Drops BabyMerino fæst í Handverkskúnst
(50) 50-50-50-50 (100) g
 
Prjónar: Sokkaprjónar eða stuttur hringprjónn nr 3 – eða þá stærð sem þarf til að 26 lykkjur í garðaprjóni verði 10 cm á breidd. Sokkaprjónar nr 2,5 fyrir stroff.
Heklunál nr 2,5  – fyrir snúru
 
Garðaprjón:
- prjónað í hring: *1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
- prjónað fram og til baka: Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
 
ÚTAUKNING:
Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir að prjónamerki í hlið, sláið uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), sláið uppá prjóninn, aukið svona út við bæði prjónamerkin (= alls aukið út um 4 lykkjur). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. 
 
STUTTBUXUR: 
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón, ofan frá og niður. 
 
Fitjið upp (80) 96-96-112-112 (128) lykkjur á prjóna nr 2,5. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= miðja að aftan). Prjónið stroff frá miðju að aftan þannig: 1 lykkja slétt, *2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt*, prjónið frá *-* þar til eftir eru 3 lykkjur, endið með 2 lykkjum brugðnum og 1 lykkju slétt. 
 
Þegar stroffið mælist (2) 2-2-3-3 (3) cm er prjónuð gataumferð fyrir snúru þannig: prjónið *1 lykkja slétt, sláið uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðnar saman, 1 lykkja slétt*, prjónið frá *-* út umferðina. 
 
Prjónið 1 umferð stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar.
 
Prjónið síðan upphækkun í stroff, að aftan þannig: Prjónið (7) 9-9-9-9 (9) lykkjur, snúið, herðið á bandi, prjónið (14) 18-18-18-18 (18) lykkjur til baka, snúið, herðið á bandi, prjónið (20) 24-24-24-26 (26) lykkjur, snúið, herðið á bandi, prjónið (26) 30-30-30-34 (34) lykkjur til baka, snúið, herðið á bandi, prjónið (32) 36-36-36-42 (42) lykkjur, snúið, herðið á bandi, prjónið (38) 42-42-42-50 (50) lykkjur til baka.
 
Haldið svona áfram, þ.e.a.s. prjónið (6) 6-6-6-8 (8) lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls (62) 66-66-66-82 (82) lykkjur. Snúið, herðið á bandi, prjónið síðan stroff hringinn aftur yfir allar lykkjur. Þegar stykkið mælist (4) 4-5-5-5 (5) cm mælt fyrir miðju að framan er skipt yfir á prjóna nr 3. Prjónið 1 umferð slétt og fækkið um (10) 14-10-22-14 (26) lykkjur jafnt yfir = (70) 82-86-90-98 (102) lykkjur á prjóninum. Í næstu umferð er sett 1 prjónamerki í hvora hlið á stykki þannig: Prjónið (17) 20-21-22-24 (25) lykkjur garðaprjón – sjá útskýringu að ofan, setjið 1 prjónamerki (= hálft bakstykki), prjónið (35) 41-43-45-49 (51) lykkjur garðaprjón, setjið 1 prjónamerki (= framstykki), prjónið (18) 21-22-23-25 (26) lykkjur garðaprjón (= hálft bakstykki). Stykkið er nú prjónað áfram með garðaprjóni. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerkin á hvorri hlið á stykki (= aukið út um 4 lykkjur) – lesið
 
ÚTAUKNING. Aukið út með cm millibili alls (6) 7-8-11-11 (14) sinnum, aukið síðan út um 2 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = (96) 112-120-136-144 (160) lykkjur. Þegar stykkið mælist (10) 12-14-16-17 (19) cm, (mælt fyrir miðju að framan) stillið af að síðasta umferð er prjónuð brugðin, prjónið mynstur A.1 yfir allar lykkjur (= alls (12) 14-15-17-18 (20) sinnum á breidd). Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, er stykkið prjónað til loka með garðaprjóni.
 
Þegar stykkið mælist (15) 17-19-21-22 (24) cm (mælt fyrir miðju að framan), fellið af lykkjur fyrir skálmar þannig: Fellið af fyrstu (41) 49-53-61-63 (71) lykkjurnar, prjónið (14) 14-14-14-18 (18) lykkjur, fellið af síðustu (41) 49-53-61-63 (71) lykkjurnar = (14) 14-14-14-18 (18) lykkjur eftir. Klippið frá. Nú er stykkið prjónað áfram fram og til baka. Prjónið garðaprjón – sjá útskýringu að ofan, í ca (2) 2-2-3-4 (5) cm yfir lykkjur á prjóni. Fellið af. Saumið garðaprjón við affellingarkant á bakstykki, mitt í ystu lykkjubogana. 
 
SNÚRA:
Heklið snúru þannig: Heklið loftlykkjur með heklunál 2,5 með BabyMerino í ca 50-60 cm, snúið og heklið 1 keðjulykkju til baka í hverja loftlykkju. Klippið frá og festið enda. Þræðið bandið út og inn í gegnum gataumferðina (byrjið og endið við miðju að framan). 
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst, www.garn.is
Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.