Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lambhúshetta og vettlingar
Hannyrðahornið 1. febrúar 2016

Lambhúshetta og vettlingar

Höfundur: Sára Mrdalo

Hér er prjónauppskrift að lambhúshettu og vettlingum.

Stærð: 

2-4 (6-8) ára.

Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónar nr. 3 og 3,5

Prjónfesta: 22 lykkjur á prjóna nr. 3,5 í sléttu prjóni með munstri = 10 cm á breiddina.

Garn:  Navia Duo. Fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is.

- Blá húfa: blár nr. 212, ljósblár nr. 211, grænn nr. 217. 1 dokka af hverjum lit

- Bleik húfa: Bleikur nr. 215 , appelsínugulur nr. 230 , fjólublár nr. 219. 1 dokka af hverjum lit.

Húfa:

Fitjið upp 90 (102) lykkjur á hringprjón nr. 3 með grænu/fjólubláu, tengið í hring og prjónið 13 umf. slétt, 1 umf. brugðið og síðan 13 umf. slétt. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3,5 og prjónið samkvæmt munstri. Þegar komnir eru 4,5 cm í munstri skiptir þú húfunni í miðju að framan og er nú prjónað fram og til baka það sem eftir er. Fellið af í byrjun hverrar umferðar: 5,2,1,1,1,1 (5,2,2,1,1,1,1,1,1) lykkjur = 68 (72) lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram munstur þar til húfan mælist 28 (32) cm. Skiptið þá lykkjunum jafnt á 2 prjóna og lykkið saman eða prjónið saman frá röngunni og fellið af um leið.

 Prjónið upp með hringprjón nr. 3 og grænu/fjólubláu 80 (88) lykkjur í kringum opið á húfunni. Prjónið í hring stroff, 1 sl og 1 br 26 umf. fellið laust af. Brjótið kantinn inn og saumið niður á röngunni. Brjótið kantinn neðst á húfunni að röngu og saumið.

Vettlingar:

Fitjið upp 30 (36) lykkjur með grænu/fjólubláu á sokkaprjóna nr. 3, tengið í hring og prjónið stroff 1 sl. og 1 br. 20 umf. en aukið út um 6 lykkjur í síðustu umf. = 36(42) l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3,5 og prjónið munstur. Þegar prjónaðir hafa verið 3 (4) cm. af munstri er komið að þumli. Prjónið 7 (9) lykkjur með aukaþræði í öðrum lit, flytjið lykkjurnar síðan aftur á vinstri prjón og prjónið áfram munstur þar til vettlingur (ekki mæla stroff með) mælist ca. 8 (9) cm. (endið helst með heilu munstri). Haldið áfram með bláu/bleiku og prjónið 2 og 2 l sl. saman út umf. Klippið þráðinn og dragið bandið í gegnum lykkjurnar.

Þumall: takið upp lykkjurnar sem þið prjónuðuð á aukaþráðinn, á sokkaprjóna nr. 3, samtals 14 (18) lykkjur. Prjónið slétt með grænu/fjólubláu þar til þumallinn mælist 4 (5) cm. Prjónið næstu umf. 2 og 2 l sl. saman, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar.

Gangið frá endum, þvoið flíkurnar skv. þvottaleiðbeiningum og leggið til þerris.

 

Hönnun: Sára Mrdalo

Þýtt með leyfi frá Navia 

af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttir.

© Handverkskúnst 2016 

www.garn.is – sala@garn.is

3 myndir:

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...