Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist
Hannyrðahornið 7. apríl 2022

Litríkir vettlingar úr Sauðabandi frá Rúnalist

Höfundur: Sigrún Helga Indriðadóttir

Þó að vetur konungur sé vonandi á förum er alltaf gott að eiga hlýja vettlinga, t.d. í fjallgönguna eða útileguna. Uppskriftin heitir HAUST en því er auðvelt að breyta  í VOR, litavalið eitt ræður því. Uppskriftin er hugsuð þannig að vettlingaparið sé hvort með sínum munsturlitnum.

En þessi uppskrift er einnig kjörin til að nýta umframgarn og leika sér að litum.

Höfundur:  Sigrún Helga Indriðadóttir

Stærð: Dömu

Efni: Sauðaband frá Rúnalist eða Hulduband frá Uppspuna. 

            Aðallitur: 60-70 g

            Munsturlitir alls: 25-30 g

Prjónfesta: 5 x 5 cm = 12 lykkjur og 12 umferðir slétt á prjóna nr. 4 ½.  Hægt er að minnka eða stækka vettlingana með þvi að breyta um prjónastærð.

Leiðbeiningar

  • Fitja upp 40 lykkjur með aðallit á prjóna nr. 4
  • Tengið saman í hring og prjónið stroff: *2 slétt, 2 brugðið* þar til stroffið mælist 8-9 cm
  • Skiptið yfir á prjóna nr. 4 1/2 og prjónið eina umferð slétt en aukið jafnframt út um 3 lykkjur jafnt yfir umferðina = 43 lykkjur.
  • Þá er byrjað á munstrinu. Lesið munstrið frá hægri til vinstri og byrjið hjá pílunni
  • Aukið út fyrir þumli eins og sýnt er á myndinni.
  • Þegar komið er að rauðu línunni er tekið auka band í öðrum lit og prjónað yfir 11 lykkjur, setjið þessar 11 lykkjur aftur yfir á prjóninn og haldið áfram með munstrið þar til komið er að úrtöku.
  • Fellið af samkvæmt útskýringu og þegar 11 lykkjur eru eftir, klippið þá bandið og dragið í gegn.
  • Þumall: takið upp 24 lykkjur; 11 lykkjur að framan og aftan auk 2 lykkjur sitthvoru megin við þessar 11 lykkjur sem prjónaðar voru á auka bandið (1 lykkja, 11 lykkjur, 1 lykkja, 11 lykkjur). Byrjið þar sem pílan er og prjónið frá hægri til vinstri.

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.