Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Markaðsdagur með DROPS Design
Mynd / Gallery Spuni
Hannyrðahornið 29. mars 2016

Markaðsdagur með DROPS Design

Höfundur: Gallery Spuni
Hvað er flottara en að gera sína eigin prjónatösku og láta alla falla í stafi þegar þú mætir í prjónaklúbbinn?
Taskan Markaðsdagur er hekluð taska og eigum við til mikið úrval af flottum litum fyrir ykkur. Endilega kíkið á litaúrvalið okkar á www.galleryspuni.is eða kíkið til okkar í verslun Gallery Spuna í Grindavík. Við tökum vel á móti ykkur og getum aðstoðað ykkur við litavalið.
 
Hekluð DROPS taska með 2 þráðum úr „Paris“ með litamynstri.
DROPS 170-1
DROPS Design: Mynstur nr w-599
Garnflokkur C + C eða E
 
Mál:
Breidd: ca 43 cm
Hæð: ca 33 cm
 
Efni: 
DROPS PARIS frá Garnstudio
200 g nr 24, dökk grár
150 g nr 01, apríkósu
100 g nr 23, ljós grár
100 g nr 06, skær bleikur
100 g nr 17, natur
50 g nr 41, sinnep
ATH: Ef taskan er hekluð með einum lit þá fara 600 g Paris.
DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða sú stærð sem þarf til að 13 st x 6 umf með 2 þráðum verði 10 x 10 cm.
 
MYNSTUR: 
Sjá teikningu A.1 og A.2. Teikning sýnir liti í mynstri. 1 rúða = 1 st.
 
TVEIR ÞRÆÐIR:
Notið þræðina innan úr og utan með dokkunni. Þegar skipt er um dokku þá er gott að skipta ekki um báða þræðina í einu – annars verða endafestingarnar of þykkar í lokin.
 
LITAMYNSTUR (heklað í hring):
Þegar skipt er um lit er heklað þannig: Heklið síðasta st með fyrsta lit, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin, skiptið yfir í næsta lit og dragið bandið í gegn í lokin, heklið síðan næsta st. Þegar heklað er með tveimur litum, leggið þræðina á þann lit sem ekki er heklað með yfir lykkjurnar frá fyrri umf, heklið utan um þræðina þannig að þeir sjáist ekki og fylgja með hringinn. 
 
HEKLLEIÐBEININGAR:
Fyrsti st í umf er skipt út fyrir 3 ll, endið umf á 1 kl í þriðju ll.
 
ÚRTAKA:
Fækkið um 1 st með því að hekla næstu 2 st saman þannig: Heklið 1 st, en bíðið með að draga bandið í gegn í lokin (= 2 l á heklunálinni), heklið síðan næsta st, en þegar draga á bandið í gegn í lokin er það dregið í gegnum allar 3 l á heklunálinni.
 
TASKA:
Taskan er hekluð í hring með 2 þráðum af hvorum lit – LESIÐ TVEIR ÞRÆÐIR.
Heklið 5 ll með 2 þráðum skær bleikum með heklunál nr 4,5 og tengið í hring með 1 kl í fyrstu ll. Heklið síðan hringinn og eftir mynstri A.1 (heklið 12 mynstureiningar af A.1 á breiddina) – LESIÐ LITAMYNSTUR!
UMFERÐ 1: Heklið 12 st um hringinn – LESIÐ LEIÐBEININGAR!
UMFERÐ 2: Heklið 2 st í hvern st = 24 st.
UMFERÐ 3: Heklið * 1 st í fyrsta st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 36 st.
UMFERÐ 4: Heklið * 1 st í hvern og einn af 2 fyrstu st, 2 st í næsta st *, endurtakið frá *-* umf hringinn = 48 st. 
 
ATHUGIÐ HEKLFESTUNA!
UMFERÐ 5-10: Haldið áfram með útaukningar og mynstur eins og áður, þ.e.a.s. fyrir hverja umf er heklaður 1 st fleiri á milli útaukninga = 120 st.
UMFERÐ 11: Heklið síðustu umf í A.1, JAFNFRAMT er fækkað um 4 st jafnt yfir – LESIÐ ÚRTAKA = 116 st.
UMFERÐ 12: Haldið áfram að hekla hringinn, en án útaukninga og heklið eftir A.2 (= 7 mynstureiningar á breiddina), JAFNFRAMT í 1. umf í A.2 er fækkað um 4 st jafnt yfir = 112 st. Haldið áfram þar til A.2 hefur verið heklað til loka, klippið frá og festið enda.
 
AXLAÓL:
Klippið 6 þræði af hverjum lit ca 120 cm = 36 þræði. Leggið þræðina saman og hnýtið lausan hnút, látið vera ca 12 cm eftir hnútinn. Skiptið þráðunum niður í 3 búnt með 12 þráðum í hverju búnti. Fléttið búntin saman þar til fléttan mælist ca 68 cm. Deilið endunum í 2 búnt. Þræðið 2 hálfu skiptingunum í gegnum töskuna með 1 st millibili, í þriðju umf frá kanti. Hnýtið þá saman í einn hnút á framhlið á töskunni. Takið upp hnútinn í byrjun á fléttu og festið enda við töskuna alveg eins, nema á gagnstæðri hlið. Gerið aðra fléttu alveg eins – sjá mynd.
 
Prjónakveðja,
Guðbjörg í Gallery Spuna

2 myndir:

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...