Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Moonflower sokkar frá DROPS Design
Mynd / Drops Design
Hannyrðahornið 1. mars 2016

Moonflower sokkar frá DROPS Design

Höfundur: Drops Design
Prjónaðir DROPS sokkar úr „Fabel“ með norsku mynstri. Stærð 35-43. 
 
DROPS 165-43
DROPS Design: Mynstur nr fa-322
Garnflokkur A
 
Stærð:  35/37 - 38/40 - 41/43
Lengd fótar: ca 22 - 24 - 27 cm
Hæð á sokk: ca 25 - 25 - 25 cm
 
Efni:
DROPS FABEL frá Garnstudio
50-50-100 gr litur nr 400, svartur
50-50-50 gr litur nr 623, bleikt ský 
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 – eða sú stærð sem þarf til að 24 l og 32 umf með mynsturprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 2,5 – fyrir stroff.
MYNSTUR: 
Sjá teikningu A.1 til A.6. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.
HÆLÚRTAKA:
UMFERÐ 1 (= rétta): Prjónið sl þar til 9 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. 
UMFERÐ 2 (= ranga): Prjónið br þar til 9 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 3 (= rétta): Prjónið sl þar til 8 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eina og prjóna eigi hana sl, 1 l sl, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við.
UMFERÐ 4 (= ranga): Prjónið br þar til 8 l eru eftir, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana br, 1 l br, steypið óprjónuðu l yfir, snúið við. 
Haldið áfram á sama hátt með því það fækki um 1 l áður en 1 l er steypt yfir þar til 15 l eru eftir á prjóni.
 
SOKKUR:
Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna.
Fitjið upp 72 l í öllum stærðum á sokkaprjóna nr 2,5 með svörtu. Prjónið 1 umf sl, prjónið síðan 10 umf stroff (= 1 l sl, 1 l br). Skiptið yfir á sokkaprjóna nr 3 og prjónið mynstur í hring eftir mynstri A.1 (= 6 mynstureiningar í umf). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka er prjónuð 1 umf slétt með svörtu og fækkað er um 8-0-0 l jafnt yfir = 64-72-72 l. Prjónið mynstur í hring eftir teikningu A.2 (= 8-9-9 mynstureiningar í umf). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka er prjónuð 1 umf slétt með svörtu og fækkað er um 0-4-0 l jafnt yfir = 64-68-70.
 
Næsta umf er prjónuð þannig: Prjónið A.3 (= 3 l), A.4 (= 23-27-29 l), A.3 (= 3 l) og A.5 (= 35 l). Haldið svona áfram með mynstur – ATH: Fellið af aftan á sokknum eins og sýnt er í mynstri A.5. Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 60-64-66 l á prjóni. Setjið fyrstu 29-33-35 l á 1 band (þ.e.a.s. l yfir A.3 + A.4 + A.3 = miðja ofan á rist) = 31 l eftir á prjóni í öllum stærðum fyrir hæl. Prjónið A.6 yfir hæl-l í 5-5½-6 cm, setjið 1 prjónamerki. Prjónið síðan HÆLÚRTAKA – sjá skýringu að ofan (A.6 heldur áfram). Eftir hælúrtöku eru prjónaðar upp 12-13-14 l hvoru megin við hæl með svörtu og þær 29-33-35 l af bandi ofan á rist eru settar til baka á prjóninn = 68-74-78 l. Þær 29-33-35 l ofan á rist halda áfram í mynstri eins og áður, hinar l eru prjónaðar í A.6 (= undir il).wJAFNFRAMT er fellt af á hvoru megin við 29-33-35 ofan á rist þannig: Prjónið 2 l á undan 29-33-35 l ofan á rist slétt saman með svörtu og 2 l á eftir 29-33-35 l ofan á rist snúnar slétt saman með svörtu (= 2 l færri). Endurtakið úrtöku í annarri hverri umf alls 6 sinnum í öllum stærðum = 56-62-66 l. Haldið áfram með mynstur þar til stykkið mælist 18-19-22 cm frá prjónamerki á hæl (nú eru eftir ca 4-5-5 cm til loka). Prjónið nú þannig: Prjónið A.3 eins og áður yfir 3 l á hvorri hlið og A.6 yfir l bæði ofan á rist og undir il. JAFNFRAMT er nú fellt af fyrir tá hvoru megin við A.3 á hvorri hlið þannig: Prjónið þar til 2 l eru eftir á undan A.3, prjónið 2 l slétt saman (með sama lit og í rönd), prjónið A.3, takið 1 l óprjónaða eins og prjóna eigi hana sl, 1 l sl (með sama lit og í rönd), steypið óprjónuðu l yfir (= 4 l færri).
 
Endurtakið úrtöku í hvorri hlið í annarri hverri umf alls 4-7-7 sinnum og síðan í hverri umf alls 5-3-3 sinnum = 20-22-26 l eftir á prjóni. Í næstu umf eru allar l prjónaðar slétt saman 2 og 2 með svörtu = 10-11-13 l eftir á prjóni. Klippið frá og dragið bandið í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel.
 
Prjónið annan sokk alveg eins.
 
Prjónakveðja, 
Guðbjörg í Gallery Spuna

4 myndir:

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...