Nettur hálsklútur / sjal
Stykkið er prjónað frá hlið í garðaprjóni úr dásamlega Drops Sky garninu.
DROPS Design: Mynstur sk-182
Stærð
Hæð: Mælt frá miðju = ca 20 cm.
Breidd: Mælt meðfram efri hlið frá hlið að hlið =ca116cm.
Garn: DROPS SKY (fæst í Handverkskúnst): 50 g litur á mynd nr 09, trönuber
Prjónar: Hringprjónn nr 4, 60 cm.
Prjónfesta: 21 lykkja á breidd og 42 umferðir á hæð með garðaprjóni = 10x10 cm.
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna, frá hlið að hlið.
SJAL: Fitjið upp 5 lykkjur á hringprjón nr 4 með DROPS Sky. Prjónið og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu A.1 (fyrsta umferð er frá réttu). Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka, prjónið garðaprjón og sléttprjón eins og áður jafnframt því sem útaukning heldur áfram innan við 2 lykkjur í byrjun á 6. hverri umferð.
Það eru alltaf 2 lykkjur í sléttprjóni í hvorri hlið á stykki og það verða fleiri og fleiri lykkjur í garðaprjóni í miðju á stykki.
Þegar stykkið mælist ca 56 cm frá uppfitjunarkanti er prjónað garðaprjón og sléttprjón eins og áður án þess að auka út í 4 cm. Haldið áfram í garðaprjóni og sléttprjóni eins og áður, en nú er lykkjum fækkað innan við 2 lykkjur sléttprjón í sömu hlið á stykki eins og aukið var út áður.
Þ.e.a.s. prjónað er frá réttu þannig: Prjónið 2 lykkjur sléttprjón, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Prjónið eins og áður út umferðina. Haldið áfram með úrtöku innan við 2 lykkjur sléttprjón í byrjun á 6. hverri umferð, það eru áfram 2 lykkjur sléttprjón í hvorri hlið á stykki og það verða færri og færri lykkjur í garðaprjóni í miðju á stykki. Prjónið svona þar til 5 lykkjur eru eftir. Prjónið 2 umferðir eins og áður og fellið af í næstu umferð. Stykkið mælist ca 116 cm.