Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nora frá DROPS Design
Hannyrðahornið 20. apríl 2016

Nora frá DROPS Design

Fallegt sett fyrir bæði stelpur og stráka sem er kósí að eiga þegar allra veðra er von. 
 
Fljót prjónað sett með garðaprjóni og allir ráða við að gera. Eigum mikið úrval af flottum litum fyrir ykkur. Endilega kíkið á litaúrvalið okkar inná www.galleryspuni.is eða kíkið til okkar í verslun Gallery Spuna í Grindavík. Við tökum vel á móti ykkur og getum aðstoðað ykkur við litavalið.
Prjónað DROPS eyrnaband og trefill úr DROPS Lima eða Nepal. Stærð 3–12 ára
 
DROPS Extra 0-939 
DROPS Design: Mynstur nr ne-016-bn
Garnflokkur C
 
EYRNABAND:
Stærð: 3/5 - 6/9 - 10/12 ára
Höfuðmál: 50/52 - 52/54 - 54/58 cm
 
Efni: 
DROPS Lima frá Garnstudio
50-100-100 gr litur nr 0282, beige
Afgangur af lit nr 0100, natur fyrir heklaðan kant.
 
Eða notið:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
50-100-100 gr litur nr 0300, beige
Afgangur af lit nr 0100, natur fyrir heklaðan kant.
DROPS PRJÓNAR NR 5,5 – eða sú stærð sem þarf til að 16 l og 30 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm.
DROPS HEKLUNÁL NR 4 – fyrir heklaðan kant.
 
TREFILL:
Stærð: 3/5 – 6/9 – 10/12 ára
 
Stærð:
Breidd: ca 13-15-17 cm 
Lengd: ca 120-135-150 cm
 
Efni: 
DROPS Lima frá Garnstudio
100-100-100 gr litur nr 0282, beige
100-100-100 gr litur nr 0100, natur
 
Eða notið:
DROPS NEPAL frá Garnstudio
100-100-100 gr litur nr 0300, beige
100-100-100 gr litur nr 0100, natur
DROPS PRJÓNAR NR 7 – eða sú stærð sem þarf til að 14 l og 26 umf með garðaprjóni verði 10 x 10 cm
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf.
 
EYRNABAND:
Fitjið upp 24-28-32 l á prjóna nr 5,5 með beige. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá skýringu að ofan. Þegar stykkið mælist ca 42-44-48 cm er fellt laust af. Saumið saman uppfitjunarkant og affellingarkant, saumið kant í kant svo að saumurinn verði ekki of þykkur.
 
HEKLAÐUR KANTUR:
Heklið kant meðfram hvorri hlið á eyrnabandinu með heklunál nr 4 og natur, heklið í ystu lykkju. Heklið 1 fl í fyrstu l, 2 ll, * hoppið fram ca 1 cm, heklið 1 fl og 2 ll *, endurtakið frá *-* umf hringinn, passið uppá að kanturinn verði ekki of stífur. Endið á 1 kl í fyrstu fl. Klippið frá og festið enda. Eyrnabandið er brotið saman tvöfalt, en einnig er hægt að nota alla breiddina eins og opin húfa.
 
TREFILL:
Fitjið upp 18-21-24 l á prjóna nr 7 með beige. Prjónið 20 umf GARÐAPRJÓN –sjá skýringu að ofan: * Skiptið yfir í natur og prjónið 20 umf garðaprjón, skiptið yfir í beige og prjónið 20 umf garðaprjón *, endurtakið frá *-* þar til stykkið mælist ca 120-135-150 cm eða að óskaðri lengd, passið uppá að enda trefilinn með natur. Fellið af, klippið frá og festið enda.
 
KÖGUR:
Festið kögur á báðum endum á treflinum. Notið natur í endann sem er með beige og beige í endann sem er með natur. Klippið þræði sem eru ca 28-30 cm langir. Skiptið þeim niður 3 saman og brjótið þá saman tvöfalda. Þræðið inn lykkju í gegnum neðstu rönd með garðaprjóni á treflinum, þræðið endana í gegnum lykkjuna og herðið að. 
 
 
Prjónakveðja,
fölskyldan í Gallery Spuna
 
Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL