Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Peysubrjóst
Hannyrðahornið 21. mars 2023

Peysubrjóst

Höfundur: Katrín Andrésdóttir

Peysubrjóst er hentug flík innan undir úlpu eða jakka, hlýtt að framan og á öxlum og vænn rúllukragi. Jafn auðvelt í notkun og trefill!

Ein stærð, en auðvelt að bæta við lykkjum og umferðum að eigin vali.

Sídd að framan: um 50 sm. Sídd að aftan: um 20 sm – eða að eigin ósk. Breidd: um 35 sm

Prjónaband: 150 gr tvöfaldur Þingborgar- plötulopi eða sambærilegt, sjá Bandbreyti Maju á thingborg.is og uppspuni.is. Prjónar: 6-7 mm

Tveggja lykkju Icord kantur: síðustu tvær lykkjurnar óprjónaðar með bandið fyrir framan, prjónaðar í upphafi umferðar. Kantarnir prjónaðir þannig alla leið.

Stroff: Fitja upp 51 lykkju. Fyrsta umferð (að aftan) slétt. Önnur umferð, að framan: tvær sléttar (Icord), 1 brugðin og ein slétt út prjóninn, endað á tveim sléttum (Icord).

Þriðja umferð, að aftan: sléttu lykkjurnar prjónaðar, þær brugnu teknar óprjónaðar með bandið fyrir framan. Önnur og þriðja umferð endurtekin, alls 10 umferðir.

Bolur

Mynstur: byrjað að framan, Icord á báðum köntum. Garðaprjón 7 lykkur, áttunda lykkjan slétt og tekin óprjónuð að aftan með bandið að framan.

Hálsmál: Þegar bolur mælist ca 50 cm (eða sídd að eigin vali) eru 17 lykkjur fyrir miðju settar í hvíld, axlir síðan prjónaðar hvor fyrir sig og í annari hvorri umferð settar 2-1-1 lykkjur í hvíld.

Axlir: Axlir verða fallegri með þremur styttum umferðum, til að hálsmál að framan sé lægra en að aftan.

Bak: Prjónið 17 lykkjur á öxl, fitjið upp 17 lykkjur, prjónið 17 lykkjur af seinni öxl, alls 51 lykkja á prjóninum Prjónað í sömu breidd og mynstri og bolur, endað með samskonar stroffi og að framan, alls 20 cm eða lengd að eigin vali.

Kragi: Takið upp 54 lykkjur og prjónið hálfklukkuprjón í hring, ca 20 cm. Fellið laust af. Nú er bara eftir að ganga frá endum, skola og þurrka!

Hönnun: Katrín Andrésdóttir

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.