Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Púðaver með gatamynstri
Hannyrðahornið 7. ágúst 2019

Púðaver með gatamynstri

Höfundur: Handverkskúnst
Mér þykir alltaf gaman að sjá fallega púða í sófanum, hvort sem er heima eða í sumarbústað. Þetta fallega púðaver er prjónað með fallegu gatamynstri og passar fyrir púða í stærðinni 45x45 cm. 
 
Mál: 38x38 cm. Púðaverið er aðeins minna en púðinn þar sem það á að strekkjast aðeins svo að það verði fallegra.
 
Garn:
- Drops Nord: Rjómahvítur nr 01: 250 g og notið 
- Drops Kid-Silk: Rjómahvítur nr 01: 100 g 
 
Prjónar: Hringprjónn 80 cm, nr 3,5 – eða sú stærð sem þarf til að 20 lykkjur = 10 cm í sléttu prjóni.
Garðaprjón (prjónað í hring):
*1 umferð slétt, 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.
 
 
 
 
Mynstur: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2.
Aðferð: Púðaverið er prjónað í hring á hringprjón. Það er mynstur á framhlið en slétt prjón á bakhlið.
Fitjið upp 152 lykkjur með 1 þræði Nord+1 þræði Kid-Silk á hringprjón nr 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið mynstur þannig: Prjónið 3 lykkjur brugðnar, A.1 (= 22 lykkjur), 2 lykkjur brugðnar, A.2 (= 21 lykkjur), 2 lykkjur brugðnar, A.1 (= 22 lykkjur), 3 lykkjur brugðnar, 77 lykkjur slétt. Athuið prjónfestuna. Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist 37 cm – endið e.t.v. eftir eina heila mynstureiningu af A.2. Prjónið 4 umferðir garðaprjón og fellið laust af.
 
FRÁGANGUR:
Saumið saman efri kantinn, kant í kant í ystu lykkjubogana. Setjið púða í púðaverið og saumið saman neðri kantinn.
 
Prjónakveðja,
mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 

2 myndir:

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.