Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sumarlegar sessur
Hannyrðahornið 4. júlí 2019

Sumarlegar sessur

Höfundur: Handverkskúnst
Ég hef lengi dáðst að litadýrðinni í Drops Eskimo garninu, en það er fáanlegt í 52 litbrigðum. Ég hafði bara ekki fundið rétta verkefnið þar til ég fann uppskriftina að þessum hekluðu sessum. Þá vissi ég að rétta verkefnið væri fundið. 
 
Samverustundirnar í garðinum verða enn notalegri með þessar litríku sessur að sitja á. Uppskriftin er í hekltáknum.
 
Garn:  Drops Eskimo, fæst hjá Handverkskúnst
1 dokka af hverjum lit í eina sessu.
 
Litasamsetning 1: Litur 1 - millifjólublár nr 54, litur 2 - bleikur nr 26, litur 3 - pastelblár nr 31, litur 4 - natur nr 01.
 
Litasamsetning 2: Litur 1 - ljósbleikur nr 30, litur 2 - ljósblár nr 12, litur 3 - lime nr 35, litur 4 - natur nr 01.
 
Litasamsetning 3: Litur 1 - gulur nr 24, litur 2- sægrænn nr 66, litur 3 - ljós bleikur nr 30, litur 4 - natur nr 01.
 
Heklunál: nr 9
 
Stærð: Þvermál 56 cm fyrir þæfingu, þvermál 34 cm eftir þæfingu.
 
Þæfing: Setjið sessuna ásamt handklæði í þvottavél með þvottaefni án enzyma og bleikiefna. Þvoið við 40 gráður með venjulegri vindingu án forþvottar. Mótið sessuna á meðan hún er enn blaut og leggið til þerris. Síðar meir er sessan þvegin eins og venjuleg ullarflík.
 
Litaskipti eftir umferðum: Umf 1, 2, 6 og 8 eru í lit 1. Umf 3 og 7 eru í lit 2. Umf 4 og 9 eru í lit 3. Umf 5 og 10 eru í lit 4.
 
Mynstur:
 
 
 

3 myndir:

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.

Grifflur fyrir frjálsa fingur
Hannyrðahornið 11. júní 2024

Grifflur fyrir frjálsa fingur

Stærðir: S M L Efni: 60 gr tvöfaldur lopi frá Þingborg eða Ístex. Sokkaprjónar 3...

Billy Jean
Hannyrðahornið 28. maí 2024

Billy Jean

Prjónaður toppur úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað í hring í stroffprjóni, neða...

Önnu-peysa
Hannyrðahornið 15. maí 2024

Önnu-peysa

Stærðir: S M L XL Yfirvídd: 94 100 111 12

Lillemor bylgjuteppi
Hannyrðahornið 23. apríl 2024

Lillemor bylgjuteppi

Uppskriftina með fleiri myndum og nánari leiðbeiningum er að finna á www.GARN.is...

Kaðlahúfa
Hannyrðahornið 10. apríl 2024

Kaðlahúfa

Ein stærð, fullorðins

Létt pils fyrir sumarið
Hannyrðahornið 19. mars 2024

Létt pils fyrir sumarið

Létt og skemmtilegt pils prjónað úr Drops Safran. Nýttu þér 30% bómullarafslátti...

Baldur
Hannyrðahornið 5. mars 2024

Baldur

Stærðir: S M L XL