Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sumarrós
Hannyrðahornið 2. maí 2016

Sumarrós

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir Handverkskúnst, www.garn.is
Hér er heklaður sumarkjóll í boði Elínar Guðrúnardóttur hjá Handverkskúnst.
 
Stærð:
2-3 ára
 
Garn: 
Kartopu Basak, 1 dokka. 
Kartopu Baby Star, 2 dokkur.
Sjá söluaðila um land allt í auglýsingu hér til hliðar.
 
Heklunál: 
3,5 mm og 4 mm
 
Heklfesta:
18 ST x 11 umf = 10 x 10 sm heklað með Basak og 3,5 mm nál.
 
Skammstafanir: 
sl. = sleppa, L = lykkja, LL = loftlykkja, LL-BIL = loftlykkjubil, KL = keðjulykkja, FP = fastapinni, HST = hálfstuðull, ST = stuðull, TBST = tvíbrugðinn stuðull, [hornklofar] = texti innan hornklofa er heklaðir í sömu lykkjuna.
Kjóllinn er heklaður frá hálsmáli og niður. Berustykki er heklað fram og til baka, pils er heklað í hring. Nema annað sé tekið fram byrjar hver umferð á 3 LL sem teljast sem fyrsti ST umferðar. Þegar umferðir eru tengdar saman er það gert með KL í þriðju LL af þeim þrem sem heklaðar voru í byrjun. 
 
Berustykki: 
Fitjið upp 67 LL með Basak og 3,5 mm heklunál.
1. umf: Heklið 1 FP í aðra L frá nálinni, 1 FP í hverja L út umf. (66 FP)
2. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L (= hægra bakstykki), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L (= útaukning), 1 ST í næstu 9 L (= ermi), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 22 L (= framstykki), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 9 L (= ermi), [1 ST, 2 LL, 1 ST] í næstu L, 1 ST í næstu 11 L (= vinstra bakstykki). (70 ST, 4 útaukningar/LL-bil)
3.-11. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í hverja L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil. 
Í lok 11. umferðar telur berustykkið 142 ST.
12. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 20 L, 1 ST í LL-bil, 6 LL, sl. 29 L, 1 ST í næsta LL-bil, 1 ST í næstu 42 L, 1 ST í LL-bil, 6 LL, sl. 29 L, 1 ST í næstu LL-bil, 1 ST í næstu 21 L, lokið umf með KL. Snúið við. (88 ST)
Nú hefur berustykkið verið tengt saman, þó er haldið áfram að hekla fram og til baka.
11.-13.umf: Heklið 3 LL, 1 ST í hverja L út umf, einnig LL sem gerðar voru við ermaop, lokið umf með KL. Snúið við. (100 ST)
Slítið frá. Skiptið yfir í Baby Star og 4 mm heklunál.
 
Pils:
14. umf: Heklið 1 LL, 1 FP í hverja L út umf, lokið umf með KL í fyrsta FP. (100 FP)
15. umf: Heklið 1 LL, *1 FP í næstu L, 1 HST í næstu L, 1 ST í næstu 2 L, [1 TBST, 2 LL, 1 TBST] í næstu L, 1 ST í næstu 2 L, 1 HST í næstu L, 1 FP í næstu L, sl.1 L*, endurt frá * að * út umf, lokið með KL í fyrsta FP.
16-17. umf: Færið ykkur yfir í næstu L með KL, heklið 3 LL, 1 ST í næstu 3 L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil, 1 ST í næstu 4 L, sl. 2 L, *1 ST í næstu 4 L, [1 ST, 2 LL, 1 ST] í LL-bil, 1 ST í næstu 4 L, sl. 2 L*, endurt frá * að * út umf, lokið umf með KL.
18. umf: Alveg eins og fyrri umf nema [2 ST, 2 LL, 2 ST] í hvert LL bil (= útaukning).
Umferðir 16-18 eru endurteknar 8 sinnum til viðbótar. 
19. umf: Heklið FP í allar lykkjur, 3 FP eru heklaðir í LL-bilið.
 
Frágangur:
Ermaop: Heklið FP í hverja L.
Hálsmál: Byrjað er neðst við op á baki í vinsta bakstykki, heklið FP upp meðfram opi, ca. 1 FP á hverja umf, heklið 3 FP í fyrstu L hálsmáls til að gera horn, 1 FP í hverja L í hálsmáli, 3 FP í síðustu L hálsmáls til að gera horn, FP meðfram opi aftur niður en inn á milli eru heklaðar 3-4 LL til að gera hnappagat Best er að festa tölur á vinstra bakstykki áður en klárað er að hekla niður hægra bakstykki
Gangið frá endum, þvoið kjólinn og leggið til þerris.
 
Góða skemmtun!
Elín Guðrúnardóttir
Handverkskúnst, www.garn.is

3 myndir:

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024

Dömupeysa
Hannyrðahornið 13. ágúst 2024

Dömupeysa

Prjónuð peysa úr DROPS Cotton Merino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með t...

Hölluklútur – úr íslenskri ull
Hannyrðahornið 9. júlí 2024

Hölluklútur – úr íslenskri ull

Hölluklútar af ýmsu tagi.