Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Graskersbrauð með rósmarínsalti og flatbrauð með osti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 3. nóvember 2017

Graskersbrauð með rósmarínsalti og flatbrauð með osti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Góð leið til að nýta graskerskjöt úr graskeri, sem til dæmis hefur verið notað til skreytinga fyrir hrekkjavökuveislu, er að baka graskersbrauð með rósmarín­­salti. 
 
Graskerbrauð með rósmarínsalti
  • 1 bolli (220 g) af hveiti
  • 1/2 bolli púðursykur 
  • 1/2 bolli sykur
  • 3/4 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk brúnkökukrydd eða blanda af negul, kanil, engifer og smá múskati
  • 1/2 tsk salt
  • 2 stór egg
  • 2 msk hlynsíróp
  • 1 bolli niðursoðið graskersmauk eða bakað mjúkt grasker
  • 1/3 bolli jurtaolía
  • 1/2 bolli ristaðar pekan- 
  • eða kasjúhnetur
  • Fyrir rósmarínsalt:
  • 1 tsk flögusalt
  • 1/4 tsk saxað, ferskt rósmarín
Aðferð
Hitið ofninn í 180 gráður. Smyrjið form. Í stórri skál skaltu þeyta saman hveiti, púðursykri, sykri, lyftidufti, brúnkökukryddi og salti.
 
Blandið saman eggjum, hlynsírópi, graskeri og olíu í miðlungsstórri skál. Blandið því svo saman við hveitiblönduna. 
 
Hrærið vel með spaða, skrapaðu hliðina og botninn á skálinni til að tryggja að öll innihaldsefnin séu blönduð saman. Hrærið í hnetum og hellið í smurt form. Blandið saman salti og söxuðu rósmaríni, nuddið saltið með fingurgómunum til að losa olíurnar í rósmaríninu.
 
Stráið um 1/2 teskeið af rósmarínsalti yfir. Bakið í 40 til 45 mínútur þar til hnífur, sem er stungið í miðju brauðsins, kemur út hrein og með engar leifar af blautu deigi á sér. Kælið alveg áður en það er tekið af pönnu – og borðað.
 
Kjúklingasalat með bökuðu graskeri
  • 300 g eldaður kjúklingur
  • 200 g grasker, flysjað og eldað í ofni þar til það er mjúkt, um 30 mín.
  • 3 msk majónes
  • 3 msk sýrður rjómi
  • 1 tsk dijon sinnep
  • 1 tsk hvítvínsedik
  • 1/2 tsk sykur
  • salt og pipar eftir smekk
Aðferð
Skerið bakað graskerið í 3–4 cm löng stykki. Eða takið kjötið úr með skeið.
 
Blandið elduðu kjúklingakjöti, sýrðum rjóma, dijon, edik og sykri í skál. Kryddið til með salti og pipar eftir þörfum.
 
Framreiðið salatið á graskersbrauði eða í bökuðu graskeri og brauðið til hliðar með vel af köldu smjöri.
 
 
Flatbrauð með osti og gulrótum
  • 500 g af hveiti
  • 100 g af fljótandi súrdeigi (eða 25 g þurr geri) 
  • 10 g salt 
  • 320 g af vatni við 20 gráður  
  • 30 g af ólífuolíu + til að strá yfir 
  • deigið fyrir bakstur
  • 200 g rifnar gulrætur eða það sem verður eftir í safapressuna við safagerð 
  • 100 g rifinn ostur að eigin vali
Aðferð
Hrærið hveiti, vatni, súrdeigi (eða þurrgeri), og salti í hræri- eða matvinnsluvél. 
 
Blandið í 5 mínútur á hægum hraða, og í 10 mínútur á miklum hraða.
 
Þegar um þrjár mínútur eru eftir af vinnslutímanum er olíu bætt við. Þegar búið er að vinna deigið saman er rifnum gulrótum bætt við.
 
Gerið tvo bolta og setjið rakan klút yfir þá. Látið standa og hefast í tvær klukkustundir við stofuhita.  Stráið hveiti á borðplötuna. Skiptið deiginu í fjögur stykki (um það bil 300 g hverja kúlu) og fletjið deigið út. Látið hefast í 15 mínútur undir klút, setjið á smjörpappír og stráið rifnum osti yfir og ögn af ólífuolíu.
 
Forhitið ofninn í 235 gráður og setjið kúlurnar á bökunarplötu. Hellið 50 ml af vatni í botninn á ofninum rétt áður en bakað er. Eldið í fjórar mínútur, lækkið síðan hitastigið í 220 gráður og bakið áfram í níu mínútur.
 
Takið brauðið úr ofninum og látið það kólna fyrir framreiðslu.
Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.