Kryddaðar sveppa- og spergilkálsnúðlur
Shiitake sveppir gefa „kjötmikla“ áferð og bragð auk þess sem íslensku sveppirnir klikka ekki heldur.
Kryddaðar sveppa- og spergilkálsnúðlur
- 1 stk. grænmetisteningur
- 2 hreiðurslaga eggjanúðlur
- 1 lítið spergilkál, skorið í báta
- 1 msk. sesamolía, auk til að bera fram
- 250 g pakki shiitake eða kastaníu sveppir, skornir í þykkar sneiðar
- 1 stk. hvítlauksgeiri, smátt saxaður
- ½ tsk. chiliflögur, eða myljið eitt
- þurrkað chlli í bita
- 4 vorlaukar, þunnt skornir
- 2 msk. hoisin-sósa
- handfylli ristaðar kasjúhnetur
Setjið soðið (teninginn) í pott með vatni og hitið að suðu. Bætið núðlunum út í, hitið soðið aftur að suðu og eldið í 2 mínútur. Bætið spergilkálinu út í og sjóðið í 2 mínútur í viðbót. Geymið bolla af soðinu og takið síðan núðlurnar og grænmetið upp úr.
Hitið pönnu eða wok, bætið sesamolíu út í og hrærið sveppum saman við í 2 mínútur þar til þeir verða gullnir. Bætið hvítlauknum, chiliflögunum og vorlauknum út í, eldið í 1 mín. í viðbót, hellið svo núðlunum og brokkolíinu út í. Skvettið 3 matskeiðum af soðinu og hoisin-sósunni út í og blandið síðan saman í eina mínútu með töng eða 2 tréskeiðum. Berið núðlurnar fram með kasjúhnetunum og vorlauknum sem eftir eru. Bætið smá sesamolíu við eftir smekk, ef vill.
Berið fallega fram, gott að æfa tæknina að borða með prjónum.
Grillaður halloumi-ostur …
… er fljótlegur og auðvelt að elda á grillinu eða á grillpönnu heima í sneiðum, eða þú getur gert það að osta- og grænmetisspjótum.
Halloumi-ostur er jafnan gerður úr kindamjólk á grísku eyjunni Kýpur. Það er gert án ostahleypis svo það er öruggt fyrir grænmetisætur sem forðast kjötvörur. Í halloumi er hærra bræðslumark en þú finnur í flestum ostategundum, þannig að hann dettur ekki í gegnum ristina á grillinu, sem gerir það að verkum að frábært er að grilla hann.
Þið fáið líka fallegar grillrendur á ostinn sem gerir salat fallegt og girnilegt. Ekki freistast til að taka bita af ferska halloumi-ostinum bara úr pakkanum – hann hefur svolítið skrýtna áferð og er gúmmíkenndur.
Á grillinu (eða jafnvel bara pönnusteiktur) lifnar halloumi-osturinn hins vegar við og verður ljúffengur.
- 1 pakki halloumi-ostur
- 2 matskeiðar ólífuolía
- sítrónubátar
- ferskar kryddjurtir (basil, mynta, oregano)
Forhitið grillið inni eða úti í miðlungshita.
Skerið halloumi-ostinn í breiðar, þykkar sneiðar og penslið létt á hvora hlið með ólífuolíu.
Setjið ostinn varlega á grillið í aðeins nokkrar mínútur á hvorri hlið (um það bil 2 til 3 mínútur), þar til hann er léttbrúnn og mjúklega stökkur. Ekki ofgrilla.
Skreytið ostasneiðarnar með sítrónubátum eða ferskum krydd- jurtum eins og basil, myntu eða oregano.
Berið fram með grilluðu pítubrauði og njótið!