Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
RML rannsakar nú hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum.
RML rannsakar nú hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum.
Mynd / Úr safni
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Yfirstandandi er rannsókn þar sem kannað er hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, mikilvægan lið í rannsókninni að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafi náðst í vetur en þörf sé á fleiri og því óskað eftir aðstoð bænda.

„Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum,“ segir á vef RML. Sýnið sé tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið sé síðan geymt í frysti.

Ástæða þess að einkum er horft til afkvæma sæðinganauta mun vera sú að þar með er til arfgreining á föður kálfsins. Með því móti eru meiri líkur á að kortleggja megi einstök gen eða genasamsætur sem gætu tengst eða valdið kálfadauða.

Tilkynna skal um sýni til Guðmundar og þá fundin sameiginleg lausn á hvernig RML nálgast það hjá viðkomandi.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...