Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
RML rannsakar nú hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum.
RML rannsakar nú hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum.
Mynd / Úr safni
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Yfirstandandi er rannsókn þar sem kannað er hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, mikilvægan lið í rannsókninni að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafi náðst í vetur en þörf sé á fleiri og því óskað eftir aðstoð bænda.

„Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum,“ segir á vef RML. Sýnið sé tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið sé síðan geymt í frysti.

Ástæða þess að einkum er horft til afkvæma sæðinganauta mun vera sú að þar með er til arfgreining á föður kálfsins. Með því móti eru meiri líkur á að kortleggja megi einstök gen eða genasamsætur sem gætu tengst eða valdið kálfadauða.

Tilkynna skal um sýni til Guðmundar og þá fundin sameiginleg lausn á hvernig RML nálgast það hjá viðkomandi.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...