Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
RML rannsakar nú hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum.
RML rannsakar nú hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum.
Mynd / Úr safni
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Yfirstandandi er rannsókn þar sem kannað er hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum. Segir Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, mikilvægan lið í rannsókninni að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur sýni hafi náðst í vetur en þörf sé á fleiri og því óskað eftir aðstoð bænda.

„Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum,“ segir á vef RML. Sýnið sé tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið sé síðan geymt í frysti.

Ástæða þess að einkum er horft til afkvæma sæðinganauta mun vera sú að þar með er til arfgreining á föður kálfsins. Með því móti eru meiri líkur á að kortleggja megi einstök gen eða genasamsætur sem gætu tengst eða valdið kálfadauða.

Tilkynna skal um sýni til Guðmundar og þá fundin sameiginleg lausn á hvernig RML nálgast það hjá viðkomandi.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...