Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Íslensku valkyrjurnar í kvennaliðinu í bridds áttu fína spretti á EM í Danmörku.
Íslensku valkyrjurnar í kvennaliðinu í bridds áttu fína spretti á EM í Danmörku.
Mynd / BSÍ
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Höfundur: Björn Þorláksson

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út tvö lið, annars vegar í opnum flokki og hins vegar í kvennaflokki.

Konurnar enduðu í 16. sæti af 22 löndum. Anna Ívarsdóttir fyrirliði segist sátt, árangurinn sé í samræmi við væntingar. Konum hefur stórfjölgað í hópi iðkenda briddsíþróttarinnar undanfarið og verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Í opna flokknum vantaði nokkur stig á að landsliðið okkar næði meðalskori. „Ég held að niðurstaðan sé viðunandi,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands. „Þegar lagt var af stað í þessa vegferð var markmiðið að byggja upp og toppa á Evrópumótinu í Riga eftir 2 ár. Þar er markmiðið að enda meðal átta efstu.“

Það er engin tilviljun að Matthías nefnir átta efstu sætin, því þau þýða þátttökurétt í keppninni um heimsmeistaratign í bridds, en mörgum er enn í fersku minni þegar Íslendingar hömpuðu Bermúdaskálinni á öldinni sem leið.

Fyrir kom að Ísland vann efstu sveitir en dýrt var að tapa fyrir liðum sem enduðu neðst í mótinu. Má nefna Skotland og Wales.

Sumir hafa á orði að kannski mætti bæta við sjálfstraustið. Í eftirfarandi spili sem kom upp milli Íslendinga og Færeyinga í opna flokknum sátu Færeyingarnir norður-suður og tók þá ekki langan tíma að renna sér í láglitageim sem engin leið reyndist að hnekkja:

AV á hættu – suður gefur: 

Færeyski spilarinn vakti á tígli og meldaði svo án umhugsunar fimm tígla í næsta sagnhring eftir að makker hafði sýnt lífsmark með dobli á hjartasögn andstæðinganna. Eftir redobl austurs taldi vestur að 5 tíglar færu niður og doblaði. En bara tveir varnarslagir voru í boði. Eini 550-kallinn í þessu spili í opna flokknum rann til þeirra Mikkelsen og Lassaberg. Þeir eru vinir okkar en í íþróttum verðum við að passa okkur á að vera ekki of góð við andstæðingana – hvort sem þeir eru vinir eða ekki!

Við hitt borðið meldaði norður aldrei neitt af því að norður átti ekki fyrir dobli á hindrunarsögn vesturs, sem meldaði 2 hjörtu en ekki eitt hjarta eins og í hinum salnum. Niðurstaðan varð fjórir tíglar plús einn. Suður meldaði einn tígul, þrjá tígla og fjóra tígla. Á norður fyrir lífsmarki? Á hann að hækka í fimm með þrjú ósögð kontról?

550-150 þýddi að Færeyingar græddu níu impa á spilinu. Blessunarlega átti Ísland þó fleiri góð spil en vond í slagnum við vini okkar í suðri og lyktaði leik með sigri Íslendinga gegn Færeyjum, 15-5.

Umsjón: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Skylt efni: bridds

Prjónavetri lýkur
Líf og starf 10. apríl 2025

Prjónavetri lýkur

Íslenskur prjónaiðnaður hættir aldrei að vera móðins enda hefur Listasafn Sigurj...

Falleg sumarpeysa
Líf og starf 9. apríl 2025

Falleg sumarpeysa

Falleg peysa fyrir sumarið, prjónuð úr DROPS Muskat eða DROPS Belle sem er á 30%...

Bændablaðið á Suðurskautinu
Líf og starf 8. apríl 2025

Bændablaðið á Suðurskautinu

Hjörleifur Jóhannesson flugstjóri greip Bændablaðið með sér á Suðurskautslandið ...

Búvörusýning í Reykjavík
Líf og starf 8. apríl 2025

Búvörusýning í Reykjavík

Snemma árs 1984 hófst samstarf mjólkurdagsnefndar og markaðsnefndar landbúnaðari...

Dropinn holar steininn
Líf og starf 7. apríl 2025

Dropinn holar steininn

Eins og áður hefur komið fram er tískuiðnaðurinn mikill skaðvaldur náttúrunnar. ...

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit
Líf og starf 3. apríl 2025

Alþjóðlegt skákmót í Mývatnssveit

Helgina 15.-16. mars fór fram alþjóðlegt skákmót í félagsheimilinu Skjólbrekku í...

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti
Líf og starf 2. apríl 2025

Kvöldmatur á korteri með íslensku lambakjöti

Matreiðslukeppni fyrir áhugakokka var haldin á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. m...

Ferðin á Heimsenda
Líf og starf 31. mars 2025

Ferðin á Heimsenda

Leikfélag Blönduóss, sem var endurvakið eftir níu ára dvala fyrir tveimur árum, ...