Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Íslensku valkyrjurnar í kvennaliðinu í bridds áttu fína spretti á EM í Danmörku.
Íslensku valkyrjurnar í kvennaliðinu í bridds áttu fína spretti á EM í Danmörku.
Mynd / BSÍ
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Höfundur: Björn Þorláksson

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út tvö lið, annars vegar í opnum flokki og hins vegar í kvennaflokki.

Konurnar enduðu í 16. sæti af 22 löndum. Anna Ívarsdóttir fyrirliði segist sátt, árangurinn sé í samræmi við væntingar. Konum hefur stórfjölgað í hópi iðkenda briddsíþróttarinnar undanfarið og verður gaman að fylgjast með framhaldinu.

Í opna flokknum vantaði nokkur stig á að landsliðið okkar næði meðalskori. „Ég held að niðurstaðan sé viðunandi,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands. „Þegar lagt var af stað í þessa vegferð var markmiðið að byggja upp og toppa á Evrópumótinu í Riga eftir 2 ár. Þar er markmiðið að enda meðal átta efstu.“

Það er engin tilviljun að Matthías nefnir átta efstu sætin, því þau þýða þátttökurétt í keppninni um heimsmeistaratign í bridds, en mörgum er enn í fersku minni þegar Íslendingar hömpuðu Bermúdaskálinni á öldinni sem leið.

Fyrir kom að Ísland vann efstu sveitir en dýrt var að tapa fyrir liðum sem enduðu neðst í mótinu. Má nefna Skotland og Wales.

Sumir hafa á orði að kannski mætti bæta við sjálfstraustið. Í eftirfarandi spili sem kom upp milli Íslendinga og Færeyinga í opna flokknum sátu Færeyingarnir norður-suður og tók þá ekki langan tíma að renna sér í láglitageim sem engin leið reyndist að hnekkja:

AV á hættu – suður gefur: 

Færeyski spilarinn vakti á tígli og meldaði svo án umhugsunar fimm tígla í næsta sagnhring eftir að makker hafði sýnt lífsmark með dobli á hjartasögn andstæðinganna. Eftir redobl austurs taldi vestur að 5 tíglar færu niður og doblaði. En bara tveir varnarslagir voru í boði. Eini 550-kallinn í þessu spili í opna flokknum rann til þeirra Mikkelsen og Lassaberg. Þeir eru vinir okkar en í íþróttum verðum við að passa okkur á að vera ekki of góð við andstæðingana – hvort sem þeir eru vinir eða ekki!

Við hitt borðið meldaði norður aldrei neitt af því að norður átti ekki fyrir dobli á hindrunarsögn vesturs, sem meldaði 2 hjörtu en ekki eitt hjarta eins og í hinum salnum. Niðurstaðan varð fjórir tíglar plús einn. Suður meldaði einn tígul, þrjá tígla og fjóra tígla. Á norður fyrir lífsmarki? Á hann að hækka í fimm með þrjú ósögð kontról?

550-150 þýddi að Færeyingar græddu níu impa á spilinu. Blessunarlega átti Ísland þó fleiri góð spil en vond í slagnum við vini okkar í suðri og lyktaði leik með sigri Íslendinga gegn Færeyjum, 15-5.

Umsjón: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

Skylt efni: bridds

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...