Upphreinsun skurða
Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi þar sem skorað er á sveitarstjórn að koma upphreinsun skurða í gott lag.
Í erindinu kemur fram að undanfarin ár hafi dregið stórlega úr upphreinsun og er kerfið ekki að virka eins og staðan er. Þá bendir félagið á það að „Stóri- skurður“, sem tekur við nær öllu frárennslisvatni sveitarinnar virki ekki lengur sem skyldi og er því bráð nauðsyn á að grafa hann upp. Í kjölfar erindisins, sem kynnt var á sveitarstjórnarfundi þann 13. júní sl., hefur sveitarstjórn samþykkt að skipa starfshóp til að yfirfara málefni varðandi upphreinsun skurða. Hópurinn verður skipaður einum starfsmanni sveitarfélagsins og tveimur nefndarmönnum úr skipulags- og umhverfisnefnd.