Sólarsellustyrkir
Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.
Notendur á dreifbýlistaxta, á rafhituðum svæðum og þeir sem búa utan samveitna njóta forgangs. Í úthlutunarreglunum er tekið fram að fjármagni verði beint þangað þar sem hagsmunir notenda og ríkis eru hvað mestir, en mikill kostnaður fer í niðurgreiðslu orku hjá áðurnefndum notendum. Opið er fyrir umsóknir til 1. ágúst. Á stöðum utan samveitna, þar sem raforkuframleiðsla fer fram með dísilrafstöðvum, niðurgreiðir ríkið allt að 50 krónur fyrir hverja kílóvattsund. Þar séu hagsmunir hins opinbera því miklir og jafnframt sé það í samræmi við skuldbindingar hins opinbera um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.
Notendur á dreifbýlistaxta borga hæsta raforkuverðið, eða 29 krónur fyrir hverja kílóvattsstund, en þar greiðir ríkið dreifbýlisframlag. Á svæðum þar sem hitaveitu nýtur ekki við og kynt er með rafmagni er orkunotkun mikil og er niðurgreiðsla á rafhitun í kringum 10 kr. á kílóvattsstund.