Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Notendur á dreifbýlistaxta, á rafhituðum svæðum og þeir sem búa utan samveitna njóta forgangs. Í úthlutunarreglunum er tekið fram að fjármagni verði beint þangað þar sem hagsmunir notenda og ríkis eru hvað mestir, en mikill kostnaður fer í niðurgreiðslu orku hjá áðurnefndum notendum. Opið er fyrir umsóknir til 1. ágúst. Á stöðum utan samveitna, þar sem raforkuframleiðsla fer fram með dísilrafstöðvum, niðurgreiðir ríkið allt að 50 krónur fyrir hverja kílóvattsund. Þar séu hagsmunir hins opinbera því miklir og jafnframt sé það í samræmi við skuldbindingar hins opinbera um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Notendur á dreifbýlistaxta borga hæsta raforkuverðið, eða 29 krónur fyrir hverja kílóvattsstund, en þar greiðir ríkið dreifbýlisframlag. Á svæðum þar sem hitaveitu nýtur ekki við og kynt er með rafmagni er orkunotkun mikil og er niðurgreiðsla á rafhitun í kringum 10 kr. á kílóvattsstund.

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...