Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Notendur á dreifbýlistaxta, á rafhituðum svæðum og þeir sem búa utan samveitna njóta forgangs. Í úthlutunarreglunum er tekið fram að fjármagni verði beint þangað þar sem hagsmunir notenda og ríkis eru hvað mestir, en mikill kostnaður fer í niðurgreiðslu orku hjá áðurnefndum notendum. Opið er fyrir umsóknir til 1. ágúst. Á stöðum utan samveitna, þar sem raforkuframleiðsla fer fram með dísilrafstöðvum, niðurgreiðir ríkið allt að 50 krónur fyrir hverja kílóvattsund. Þar séu hagsmunir hins opinbera því miklir og jafnframt sé það í samræmi við skuldbindingar hins opinbera um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda.

Notendur á dreifbýlistaxta borga hæsta raforkuverðið, eða 29 krónur fyrir hverja kílóvattsstund, en þar greiðir ríkið dreifbýlisframlag. Á svæðum þar sem hitaveitu nýtur ekki við og kynt er með rafmagni er orkunotkun mikil og er niðurgreiðsla á rafhitun í kringum 10 kr. á kílóvattsstund.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...