Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá Náttúrubarnahátíðinni á Ströndum í fyrra. Gestir prófa kajaka.
Frá Náttúrubarnahátíðinni á Ströndum í fyrra. Gestir prófa kajaka.
Mynd / Aðsendar
Menning 13. júlí 2023

Náttúrubörn á Ströndum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður haldin helgina 14.–16. júlí á Sauðfjársetrinu í Sævangi, rétt sunnan við Hólmavík.

Á fjölskylduhátíðinni fá gestir, börn og fullorðnir tækifæri til að finna eða rækta sitt innra náttúrubarn á fjölbreyttum viðburðum sem einkennast af útivist, fróðleik og skemmtun, að því er fram kemur í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Hægt er að taka þátt í núvitundarævintýri, gönguferðum og útileikjum.

Náttúrubarnaskólinn stendur fyrir hátíðinni og Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur heldur utan um viðburðinn. „Skipulagningin gengur mjög vel, við erum komin með glæsilega dagskrá, fjölbreytt og skemmtileg atriði, tónlist, spennandi smiðjur, gönguferðir og útivist. Við hefjum hátíðina alltaf á að framkvæma veðurgaldur, til að tryggja gott veður fyrir helgina, enda fer hún að mestu fram utandyra á svæðinu umhverfis Sævang.“

Á hátíðinni verður meðal annars kvöldskemmtun með Gunna og Felix, Ingó Geirdal töframaður verður með töfrasýningu, Benedikt búálfur og Dídí koma í heimsókn. Haldnar verða spennandi smiðjur og stöðvar, meðal annars frá Þykjó, Náttúruminjasafni Íslands og Eldraunum. Hægt verður að fara á hestbak hjá Strandahestum og prófa kajak frá Sjóíþróttafélaginu Rán, taka þátt í núvitundarævintýri með Kyrrðarkrafti, gönguferðum, útileikjum, fjölskylduplokki, spurningaleik um náttúruna, hlusta á drauga- og tröllasögur, skjóta af boga og ótal margt fleira.Ókeypis er á öll atriði hátíðarinnar, en hún er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða. „Öll börn eiga rétt á menningu og að læra að þekkja náttúruna. Ég hlakka mikið til, þetta er alltaf svo ótrúlega skemmtilegt og það eru svo sannarlega öll velkomin að koma og kynnast náttúrunni, leika sér saman og skapa skemmtilegar minningar,“ segir Dagrún.

Skylt efni: sumarhátíð

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...