Viðburðadagatal - Frá og með 6.–20. júlí
Austurland & Austfirðir
6.–9. júlí Fjölskylduhátíðin Støð í Stöð á Stöðvarfirði. Mikið fjör og húllumhæ, Íslandsmótið í bubblubolta, Pallaball, hoppukastalar, grill, froðubraut, golf, Vísunda Villi, Jógaganga, Stebbi Jak & Hafþór Valur stíga á svið o.m.fl.
Norðurland & Norðausturland
5.–9. júlí Þjóðlagahátíðin á Siglufirði býður upp á: Flamenco tónleika Tríós Reynis Haukssonar, Ólína Ákadóttir leikur píanókonsertinn Sláttu eftir Jórunni Viðar og grísku systkinin Rena, Alex og George Rasoulis halda námskeið í grískum þjóðdönsum svo eitthvað sé nefnt.
7.–8. júlí Hríseyjarhátíðin, fjölskylduvæn dagskrá: Garðakaffið, óvissuferðir, kaffisala kvenfélagsins, ratleikur, hópakstur traktora, kvöldvaka, brekkusöngur og varðeldur svo eitthvað sé nefnt. Einnig er von á Sigga Gunnars, Benedikt búálfi, Dídí mannabarni, Kalla Örvars, Stúlla o.fl
Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland
6.–9. júlí Fjölskylduhátíð Kótelettunar á Selfossi
3.–9. júlí Goslokahátíð Vestmannaeyja á hálfrar aldar afmæli þetta árið, en gosi lauk í byrjun júlí árið 1973.
7.–9. júlí Flughátíðin Allt sem flýgur, flugvellinum á Hellu. Hátíðin er opin flughátíð þar sem flugvélar af öllum stærðum og gerðum eru á flugi meira og minna alla helgina. Því er stanslaus dagskrá í loftinu á svæðinu, grillveisla laugardagskvöld, kvöldvaka og hljómsveit.
8. júlí Hljómsveitin Góss stígur á svið í Básum, Goðalandi
(Þórsmörk), laugardagskvöldið 8. júlí, um kl. 20.
Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir
7.– 9. júlí Sumarhátíð ÍslandRover. Haldin í sælureitnum Árbliki í Dölunum. Grill, ferðir, happdrætti, leikir o.fl.
8. júlí Kolrassa krókríðandi heldur tónleika. Tónleikarnir verða haldnir á Vagninum, Flateyri og munu hljómsveitameðlimir rokka og róla þar til Vagninn tekur af stað!
14.–16. júlí Náttúrubarnahátíð á Ströndum. Fjölskylduhátíð á Sauðfjársetrinu í Sævangi, sjá nánar bls. 38.
Auðvitað hefur eitthvað ekki komist á lista, en hér að ofanverðu er ýmislegt upptalið sem má skemmta sér við.