Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frúarlykill
Frúarlykill
Mynd / Guðrún Birna Brynjarsdóttir
Á faglegum nótum 25. júní 2021

Aðeins af fjölæringum

Höfundur: Guðrún Birna Brynjarsdóttir

Nú er tíminn til að huga að beðunum í garðinum og ekki úr vegi að skoða aðeins hvaða plöntur eru vinsælar eða jafnvel líklegar til vinsælda í garða landsins. Ótal möguleikar eru fyrir garðeigendur þegar kemur að fjölæringum og þá sérstaklega þá sem þurfa litla umhirðu.

Má þar nefna brúskur af ýmsum yrkjum, burnirót, frúar­lykil, postulíns­blóm, nálapúða að ógleymdum húslaukum. Í blómstrandi deildinni eru laukar vinsælir hjá landanum sem koma upp ár eftir ár án nokkurrar fyrirhafnar. Túlípanar, páskaliljur og krókusar sjást gjarnan í görðum á vorin og fram í sumarbyrjun og koma þeir sannarlega með lit í lífið eftir vetur­inn.

Húslaukar eru sígrænir

Sumir fjölæringar geta verið sí­græn­ir við góð skilyrði og er fallegt að sjá græna litinn lífga upp á lífið yfir veturinn. Svokallaðir húslaukar, eða Sempervivum sp. upp á latneskuna, eru skemmtilegir og þrátt fyrir nafnið eru þeir ekkert skyldir lauknum sem við notum til matargerðar heldur er hann af helluhnoðraættinni.
Sagan segir að fólk hafi sett húslauka, sem eru með safarík blöð, á torfþök hjá sér til að ekki myndi kvikna í ef eldingu skyldi slá niður á húsið. Húslaukar eiga það sameiginlegt að þola mikinn þurrk, þeir mynda hvelfingar og breiða úr sér um beðið og má í raun segja að þeir séu þykkblöðungar garðsins.

Burnirótin (Sedum rosea).

Ræktuð vegna blaðanna

Brúskur (Hosta) eru blaðhvilfingar sem eru ræktaðar vegna fallegra blaða. Þær eru til í fjölmörgum litum; einlitar, dröfnóttar eða tvílitar. Skemmtileg útgáfa af brúskum eru þær sem hafa bláleit blöð og gefa garðinum þannig skemmtilegan blæ. Plönturnar eru auðveldar í ræktun og harðgerðari en margan grunar. Þær vilja sól part úr degi og venjulegan garðajarðveg en einnig má rækta brúskur í pottum og kerum. Gróðrarstöðvar eru með ótal yrki af brúskum og er lítið mál að spyrjast fyrir um úrvalið hjá viðkomandi stöð.

Gömul garðjurt

Nú er tíminn til að huga að beðunum í garðinum og ekki úr vegi að skoða aðeins hvaða plöntur eru vinsælar eða jafnvel líklegar til vinsælda í garða landsins. Ótal möguleikar eru fyrir garðeigendur þegar kemur að fjölæringum og þá sérstaklega þá sem þurfa litla umhirðu. (Primula x pubescens) hefur lengi fundist í görðum landsins. Hún er harðgerð og auðræktuð planta sem hefur mörg litaafbrigði og blómgast í júní og júlí. Hún kýs helst rakan jarðveg og líður betur í skugga heldur en í beinni sól allan daginn. Frúarlykill er þekjandi, blómin óvenjustór fyrir svo lágvaxna jurt og því virkilega falleg planta í sígræna flóru garðsins. Svo skemmir heldur ekki fyrir að hún ilmar.

Íslenska burnirótin

Ekki má gleyma íslensku burni­rótinni (Sedum rosea) sem er harðgerð og falleg planta sem blómstrar ýmist gulum eða rauðum blómum. Burnirótin er sérbýlisplanta sem þýðir að hún er ýmist annaðhvort karl- eða kvenkyns. Algengast er að gróðrarstöðvar selji karlkyns plöntur, en þær blómstra gulum blómum. Ef kvenkyns planta er í nánd fjölga þær sér mikið og er því best að hafa karlkyns í garðinum hjá sér. Burnirótin blómgast í júní og fer vel í beðum og í steinhæðum.

Í gróðrarstöðvum er að finna úrval af ofangreindum plöntum og mörgum fleirum og ef eitthvað af þeim vekur áhuga lesenda er best að spyrjast fyrir um þær og hvort þær henti aðstæðunum í garðinum þínum.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...