Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Algjört kæruleysi gagnvart sínum nánustu
Á faglegum nótum 17. september 2015

Algjört kæruleysi gagnvart sínum nánustu

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Af og til fæ ég myndir sendar af fólki sem er ekki að hugsa um öryggi sitt og annarra. Þessar myndir eru af ýmsu tagi, en nú fyrir stuttu fékk ég myndir af smölum á fjórhjólum sem allir voru hjálmlausir.
 
Í síðasta forvarnarpistli var áminnt um að fara varlega í smalamennsku og vera í réttum öryggisklæðnaði. Þegar ég, sem er að reyna að hjálpa og vekja athygli á öryggismálum, sé svona get ég ekki neitað því að maður fyllist vonleysi og hugsar; er engin sem les þessar línur frá mér? Það sem mér finnst verst við þetta er að ég veit að það eiga eftir að verða slys. Þá liggur sá slasaði og lætur stjana við sig og leggur fyrir vikið aukna byrði á sína nánustu. Einmitt vegna þess að gæta ekki að eigin öryggi.
 
Nú er hægt að fá viðurkenndan veltiboga á fjórhjól
 
Fyrir um ári síðan skrifaði ég hér um margverðlaunaðan veltiboga á fjórhjól sem framleiddir eru í Nýja-Sjálandi og heita Lifeguard. Fyrir nokkru ók ég fram hjá Jötunn á Selfossi og það fyrsta sem ég sá inn um búðargluggann var Lifeguard veltibogi á fjórhjól. Ég vil hvetja alla þá sem eiga fjórhjól að skoða þennan magnaða búnað.
 
Veltibogi getur skipt sköpum varðandi það hvort ökumaður sem veltir fjórhjóli getur losað sig undan því  ef ökutækið hafnar á hvolfi. 
Til fróðleiks má sjá á vefsíðunni jotunn.is tengil á lítið myndband sem sýnir þennan öryggisbúnað í notkun. Sjálfur keyri ég sjaldan fjórhjól, en mér hefur tekist að velta einu slíku yfir mig og þakkaði þá góðum öryggisklæðnaði sem ég var í.
 
Ekki er sömu sögu að segja frá manni sem hringdi fyrir nokkrum árum í Neyðarlínuna og var búinn að velta hjólinu sínu yfir sig. Þessi aðili var fastur undir hjólinu. Björgunarsveit var kölluð út til að finna manninn. Leitin tók sinn tíma, en samkvæmt lýsingu frá starfsmanni Neyðarlínunnar heyrði hann vel hvernig dró af manninum hægt og rólega meðan á leitinni stóð. Sem betur fer endaði þessi saga vel, en ef þessi maður hefði verið með Lifeguard veltiboga á hjólinu hefði hann annaðhvort átt að geta velt hjólinu af sér eða smokrað sér undan hjólinu. 
 
Þar sem að ég hef kynnt mér vel þennan veltiboga vil ég benda tryggingarfélögum á að miðað við virkni bogans ætti að vera óhætt að gefa a.m.k. 50% afslátt af tryggingum fjórhjóls og ökumannstryggingu sé viðkomandi með veltiboga frá Lifeguard.  
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...