Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sverðburkni.
Sverðburkni.
Á faglegum nótum 23. janúar 2019

Fallegur sverðburkni er híbýlaprýði

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Ein af algengustu „grænu“ pottaplöntunum á Íslandi er sverðburkninn (Nephrolepis exaltata) sem prýtt hefur mörg heimili, stofnanir og fyrirtæki til margra áratuga.

Þessi tegund er auðveld í umhirðu og allir sem hafa yndi af pottablómaræktun ættu að ná góðum árangri við ræktun þessarar fallegu stofuplöntu.

Íslenskir garðyrkju­bændur sem sinna framleiðslu pottablóma eru um þessar mundir vel birgir af sverðburkna í gróðurhúsum sínum og því er ekki úr vegi að kynnast honum ögn nánar.

Upprunninn í Mið- og Suður- Afríku

Náttúruleg heimkynni tegundarinnar eru skógar og deiglendi í Mið- og Suður- Ameríku, í Vestur-Indíum og í Afríku. Upp af lágum jarðstöngli sverðburknans vex fjöldi langra laufblaða sem veita plöntunni lögun og form sem minnir á framandi gróður regnskóga og hitabeltis. Margskipt laufblöðin eru ljósgræn með fjöldamörgum hrokknum blöðkum, sem aftur geta skipst í enn fínlegri smáblöðkur.

Laufkrónan er fagurlega sveigð og myndar glæsilegt, nærri hnöttótt form sem sómir sér hvarvetna vel, jafnt á borði og blómastandi, í gluggakistu sem og í hengipotti.

Þarf að úða reglulega með vatni

Þótt umhirða sverðburkna sé ekki flókin þarf að uppfylla nokkur atriði til að hann nái góðum þrifum. Loftraki þarf að vera nokkru hærri en algengt er í flestu húsnæði. Til að mæta því þarf að úða hann reglulega með fínum vatnsúða við stofuhita og koma honum ekki fyrir nærri ofni eða öðrum hitagjöfum. Miða mætti við 80% loftraka til að honum líði vel.

Sverðburkni þolir vel venjulegan stofuhita en hann getur einnig þrifist við hita allt niður í 10°C um tíma án þess að hljóta skaða af. Ef hitastigið er í hærra lagi þarf sérstaklega að huga að  því að úða plöntuna með vatni til að halda nægilega háum loftraka.

Birtukröfurnar eru hóflegar eins og títt er um burkna. Því má velja sverðburknanum stað þar sem nokkurs skugga gætir. Á of dimmum stað dregur þó töluvert úr vexti og fram geta komið blaðskemmdir.

Vöxturinn getur verið hraður frá vori og fram eftir sumri. Búast má við að plantan tvöfaldi umfang sitt árlega fyrstu tvö til þrjú árin en eftir það verður vöxturinn hægari. Umpottun á útmánuðum er ætíð til bóta til að tryggja góð þrif. Veljið rakaheldna pottamold sem gjarnan má innihalda dálítið af safnhaugamold.

Auðvelt að fjölga

Auðvelt er að fjölga plöntunum um leið og umpottun er framkvæmd. Hliðargreinar með smárótum eru þá teknar af og komið fyrir í litlum pottum og þeim haldið vel rökum fyrstu vikurnar.

Huga þarf vel að vökvun og gæta þess að pottamoldin þorni aldrei um of. Á mesta vaxtartímanum er sverðburkninn vökvaður tvisvar–þrisvar í viku með daufri áburðarblöndu í annað hvert skipti. Til dæmis má miða við að nota algengan blómaáburð, einn tappa af áburði í 2 l af vatni. Á veturna er haldið áfram að vökva þannig að moldin í pottinum þorni aldrei alveg, en áburðargjöf er óþörf í mesta skammdeginu.

Fallegur sverðburkni er mesta híbýlaprýði, sem veitir fersk og hlýleg hughrif.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...