Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Galadríel 17-275 er ein af ARR-kindunum sem fundist hafa í Vífilsdal.
Galadríel 17-275 er ein af ARR-kindunum sem fundist hafa í Vífilsdal.
Á faglegum nótum 27. febrúar 2024

Fjórir ARR-gripir til viðbótar í Vífilsdal

Höfundur: Eyþór Einarsson, ráðunautur hjá RML

Í framhaldi af því að 2 gripir fundust á bænum Vífilsdal í Hörðudal með ARR genasamsætuna var hafist handa við að kortleggja alla hjörðina.

Síðastliðinn föstudag komu greiningar fyrir u.þ.b. helming ánna. Þar með er búið að greina nánast allar eldri kindur á búinu. Í næsta skrefi verður þá restin af hjörðinni greind, a.m.k. þær ær sem ekki er hægt að spá fyrir um arfgerð út frá greiningum eldri ánna.

Fjórar kindur bættust nú við sem bera ARR en áður var búið að staðfest genið í hrútnum Verði 23-459 og ánni Gullbrá 16-189. Enn er ekkert hægt að fullyrða um það hvaðan genið kemur í hjörðina. Þessar fjórar ær eru skyldar Gullbrá en þó ekki náskyldar.

Sameiginlegur forfaðir þeirra sem næstur þeim stendur er hrúturinn Golsi 02-346 frá Háafelli í Miðdölum, en hann kemur fyrir í 3. eða 4. ættlið hjá öllum ánum.

Frekari sýnataka mun væntanlega varpa ljósi á það hvort Golsi hafi borið ARR en hann á talsvert af afkomendum sem enn eru ógreindir. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir þessar fjórar ær sem við bættust.

Kindurnar fjórar í Vífilsdal sem nú bætast í hóp ARR kinda.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...