Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Glaðværi bóndinn
Á faglegum nótum 21. september 2015

Glaðværi bóndinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Traktorarnir sem tíndir verða til að þessu sinni eru reytingur héðan og þaðan en eiga það sameiginlegt að hafa verið framleiddir í Bandaríkjunum á fyrrihluta og miðri síðustu öld.


Nöfn dráttarvéla eru oftar en ekki kennd við stofnendur fyrirtækjanna sem framleiða þá. Hér er að finna skemmtilega undantekningu á því enda hlýtur nafnið Happy Farmer að teljast glaðværasta nafn sem nokkur dráttarvél hefur nokkurn tíma verið nefnd.

Happy Farmer

Nafnið Happy Farmer hlýtur að teljast glaðværasta nafn sem nokkur dráttarvél hefur nokkurn tíma verið nefnd. Fyrirtækið The Happy Farmer co. var stofnað í Minnesota í Bandaríkjunum árið 1915. Vörumerki fyrirtækisins var óvenjulegt á sínum tíma og var teikning af skælbrosandi bónda. Fyrstu traktorarnir sem Happy Farmer framleiddi voru litlar tvígengisvélar með opnum gírkassa. Til að byrja með voru dráttarvélarnar á þremur járnhjólum en seinna framleiddi fyrirtækið einnig fjögurra hjóla vélar.

Árið 1916 tilkynnti fyrirtækið að 500 og 1500 týpurnar sem þá voru á hönnunarstigi yrðu framleiddar í samstarfi við H.E. Wilcox Motors Co. og La Crosse Tractor Co. Þrátt fyrir að nálega 20.000 Happy Farmer-traktorar væru framleiddir endaði samstarfið illa fyrir Glaðværa bóndann og skömmu fyrir 1920 yfirtók La Crosse Tractor Co. fyrirtækið. Á meðan framleiðsla gekk vel var talsverður fjöldi véla fluttur út til Suður-Ameríku, Frakklands og Bretlandseyja.

Keck Gonnerman

Þrátt fyrir að Keck Gonnerman eða KG, eins og fyrirtækið var yfirleitt kallað, hafi verið þekktast fyrir framleiðslu á vélum og vélahlutum framleiddi fyrirtækið á tímabili dráttarvélar. Bræðurnir John og Louis Keck og samstarfsmaður þeirra, Louis Gonnerman, sameinuðu krafta sína árið 1873 og hófu framleiðslu á gufuvélum, þreskimaskínum og sögunarmyllum. Árið 1917 hófu þeir svo framleiðslu á dráttarvélum.

Ólíkt flestum dráttarvélaframleiðendum á þeim tíma sem framleiddu stóra og þunga traktora einbeitti KG sér af minni, léttari og ódýrari, 15 til 30 hestafla tveggja strokka vélum.

Fyrstu traktorarnir sem Keck Gonnerman setti á markað þóttu gamaldags í útliti og í raun úreltir í hönnun. Árið 1928 setti fyrirtækið á markað endurhannaða dráttarvél með nýju útliti. Vélin var 18 til 35 hestöfl og fjögurra strokka. Meðal nýjunga í hönnun traktorsins var að það mátti fá hann með eða án akstursljósa og rafmagnsstartara. Gamla góða sveifin var þrátt fyrir það enn á sínum stað.

Minni útgáfan af nýju traktorunum, týpa 22/45, var fljótlega leyst af stærri vél, 25/50 sem þótti þyngri í stýri enda tvisvar sinnum þyngri í kílóum talið. Þegar hér var komið sögu voru starfsmenn fyrirtækisins orðnir ríflega tvöhundruð.

Keck Gonnerman hætti framleiðslu á dráttarvélum árið 1937 en framleiðsla þess á vélahlutum hélt áfram til 1953. Það var síðan yfirtekið af Harrison and Spencer í Kaliforníu.

Gibson

The Gibson Manufacturing Corporation í Longmont í Colorado, var stofnað árið 1946 af Wilbert Gibson. Faðir Wilbert framleiddi sportbíla áður en seinni heimsstyrjöldin skall á og hannaði traktora í frístundum. Sonurinn sá gróðatækifæri í því að framleiða traktora í kjölfar stríðsins enda eftirspurnin gríðarleg. Þrátt fyrir að líftími fyrirtækisins væri skammur framleiddi það margar gerðir dráttarvéla. Heildarfjöldinn er í kringum 50 þúsund og voru vélarnar fluttar út til 26 landa.

Fyrsti traktorinn sem Gibson sendi frá sér, Model A, var eins strokka, sex hestöfl, með loftkældri vél og þriggja gíra. Dráttarvél vó ekki nema 397 kíló og þótti henta vel fyrir minni garðyrkjustöðvar. 1948 setti fyrirtækið Super D2 dráttarvélina á markað sem var stærri útgáfa af Model A. Model D fylgdi fljótlega en sú týpa var fjögurra strokka og 25 hestöfl og síðan Model I sem var 40 hestöfl.

Gibson var yfirtekið af iðnframleiðandanum Helene Curtis árið 1952 og framleiðslu á dráttarvélunum hætt.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...