Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hver er jólaréttur Íslendinga?
Á faglegum nótum 22. desember 2022

Hver er jólaréttur Íslendinga?

Nú, í síðasta tölublaði Bændablaðsins á þessu ári, er þess virði að líta til þess hvaða kjöt fólk kýs einna helst að borða yfir hátíðarnar og í aðdraganda þeirra. Ef ímynd jólanna stenst ættu tölur yfir sölu og innflutning að sýna að kjötát aukist yfir hátíðarnar og að aðallega myndi aukningin skiptast á lambakjöt og svínakjöt þar sem þetta er tíminn þar sem fólk seðjar hungrið með hamborgarhrygg, purusteik og hangikjöti.

En ef rýnt er í tölurnar þá sést að í desember undanfarinna þriggja ára selst minna af kjöti en í meðalmánuði. Meðalneysla desembermánaðar er 2.305 tonn en meðaltal ársins er 2.564,2 tonn. Þetta er 10% samdráttur frá meðaltali kjötneyslu á landinu.

Einnig er áhugavert að sjá að ekki er hægt að treysta á að sala svínakjöts eða kindakjöts aukist í desember. Hér er stuðst við sölu áranna 2020 og 2021 og sést þá að árið 2020 var kindakjötssala í desember rétt undir meðaltali en árið 2021 var hún rétt yfir meðaltali. Öfugt er farið með svínakjötið. Þar er salan rétt yfir meðaltali árið 2020 en undir því 2021. Þegar horft er yfir töflur sem sýna frávik frá meðal mánaðarsölu sést að fyrir utan lambakjöts- og hrossakjötssölu rétt eftir sláturtíð á haustin, og samdrátt í mánuðunum fram að því, er lítið hægt að reiða sig á árstíðabundna söluaukningu í einstaka kjötflokkum, þó fyrir utan það að í desember áranna tveggja í þessu úrtaki dró úr sölu bæði alifugla- og nautakjöts.

6 myndir:

Skylt efni: hagtölur

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...