Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?
Á faglegum nótum 18. september 2015

Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?

Höfundur: Sigurður Jarlsson
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi jarðvegssýnatöku. 
 
Um áraraðir hafa jarðvegssýni hér á landi verið tekin úr efstu 5 cm túna. Víða í nágrannalöndum okkar er því þannig háttað að sýni eru tekin úr efstu 10 cm túna og um 15 cm úr akurlendi. Í fyrra byrjaði RML að taka sýni með þessum hætti. Það er mat sérfræðinga að niðurstöður þessara sýna séu mun áreiðanlegri en sýna sem tekin eru úr minni dýpt. 
 
Til að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á sýrustigi og magni plöntunærandi efna í efsta jarðvegslagi túna og akra er æskilegt að taka úr þeim jarðvegssýni á 5–8 ára fresti. 
 
Í haust mun RML bjóða upp á jarðvegssýnatöku og túlkun á niðurstöðunum eins og áður. Unnið er samkvæmt gjaldskrá en gera má ráð fyrir að kostnaður við sýnatöku, efnagreiningu og túlkun á þremur jarðvegssýnum gæti orðið um 38.500 + VSK. Ef við gerum ráð fyrir að jarðvegssýnataka sé viðhöfð á sjö ára fresti þýðir þessi liður í bússtjórninni 5500 krónur á ári sem er léttvæg upphæð í samanburði við önnur útgjöld í fóðuröflunarkostnaði meðal bús.
 
Jarðvegssýni sem ráðunautar RML taka í haust verða send til greiningar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri. Mælt verður sýrustig og 10 stein- og snefilefni, P, K, Ca, Mg, Na, S, Fe, Cu, Mn og Zn.
Þegar niðurstöður efnagreininga liggja fyrir munu ráðunautar RML fara yfir niðurstöður þeirra og senda bændum túlkun á þeim sem mun nýtast við gerð áburðaráætlana og öðrum verkefnum er tengjast jarðræktinni. 
 
Varðandi jarðvegssýnatöku er rétt að nefna að það er óæskilegt að taka sýni þar sem búfjáráburður hefur verið borin á síðsumars eða í haust. 
 
Jarðvegssýnataka mun hefjast upp úr miðjum september. Æskilegt er að sem flestar pantanir liggi fyrir þá. Hægt er að panta rafrænt á heimasíðu rml.is, eða með því að hringja í síma 516-5000.
„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...