Kaup og sala líflamba
Mynd / Jón Eiríksson
Á faglegum nótum 16. ágúst 2024

Kaup og sala líflamba

Höfundur: Sigurbjörg Bergsdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun

Mikill áhugi er meðal bænda á sölu og kaupum líflamba með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir.

Sigurbjörg Bergsdóttir.

Gerður er greinarmunur á sölu/kaupum á líflömbum af líflambasölusvæðum og öðrum svæðum landsins.

Umsóknarfrestur um sölu er til 1. maí ár hvert. Í ár var hann framlengdur til 1. júlí.

Líflambasölusvæðin eru fjögur (4): Snæfellsneshólf, Vestfjarðahólf eystra, Norðausturhólf (frá Jökulsá á Fjöllum að Brekknaheiði) og Öræfasveit.

Bú á þessum svæðum geta sótt um leyfi til sölu lamba af öllum arfgerðum nema þau sem bera genasamsætuna VRQ, sem er bannað að selja yfir varnarlínur. Umsóknareyðublað 2.11 í þjónustugátt á mast.is.

Bú í Snæfellsneshólfi geta aðeins selt inn í þau varnarhólf þar sem bólusett er gegn garnaveiki. Bú í hinum þremur varnarhólfunum geta selt hvert á land sem er. Alltaf að því tilskildu að viðkomandi bú sé með söluleyfi.

Önnur svæði en þau sem teljast til líflambasölusvæða

Bú í öðrum varnarhólfum en þessum fjórum líflambasöluhólfum geta sótt um leyfi til þess að selja lömb með verndandi og mögulega verndandi arfgerðir. Umsóknareyðublað 2.46 í þjónustugátt á mast.is. Þessar arfgerðir eru ARR/x, T137/x, AHQ/ AHQ, AHQ/C151 eða C151/C151 (x má vera hvaða genasamsæta sem er nema VRQ). Verklagsreglur um afgreiðslu slíkra umsókna er að finna á heimasíðunni mast.is undir Bændur – Sauðfé og geitur – Flutningar og sjúkdómavarnir.

Kaup á líflömbum

Umsóknarfrestur til kaupa á líflömbum er til 1. júlí ár hvert. Í ár er hann framlengdur til 20. ágúst.

Við kaup úr líflambasöluhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.09 í þjónustugátt á mast. is og nægilegt er að taka fram fjölda hrúta og gimbra sem óskað er að kaupa úr hverju hólfi.

Eins og fyrr segir er eina skilyrðið varðandi arfgerðir lambanna að þau mega ekki bera VRQ genasamsætuna.

Við kaup á verndandi/mögulega verndandi arfgerðum úr öðrum varnarhólfum er fyllt út umsóknareyðublað 2.45 í þjónustugátt á mast.is og þar þarf að merkja við hvaða arfgerðir það eru sem óskað er eftir að kaupa, fjölda lamba af hvoru kyni og tiltaka þarf nafn þess bæjar/bæja sem óskað er eftir að kaupa af.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...